Vantaði að eitthvað myndi gerast í þessum svo að ég skellti mér í gær uppí búð, keypti mér smá MDF efni og skellti í eitt stykki box fyrir keilurnar og magnarann.
Reiknaði fyrst út málin miðað við uppgefinn æskilegan lítrafjölda frá framleiðanda og græjaði sögun á efninu. Svo stillti ég upp, boraði fyrir skrúfum, setti þéttikítti á samskeyti og skrúfaði allt nema topp saman.


Eftir það merkti ég upp fyrir keilunum og tengiboxinu, sagaði úr fyrir því, festi framplötuna á og tengdi rafmagnið inní boxinu.

Svo loks skellti ég magnaranum ofaná og græjaði rafmagnið (frá tengiboxi í magnara, 12V frá magnara í gegnum 60A öryggi til geymis, jörð og Remote) og þá lítur það svona út

BTW bakið og botninn eru auðir fletir svo að boxið geti bæði legið og staðið í bílum. Ekkert sem hindrar það



Henti þessu svo útí bíl til að tengja og stoppaði á því að útvarpið er ekki enn komið, sem er ekkert alslæmt þar sem nú er það bara plug&play þegar það loksins kemst í hús. Reif einnig miðstöðina úr þar sem mig grunar að miðstöðvarmótstaðan sé farin (miðstöðin blæs ekkert meira frá hálfu uppí max) og er að spá í að kaupa þetta við tækifæri þar sem ég er að fara til DK núna á morgun og svo beint þaðan í sumarfrí á Kýpur
Planið er svo að verða soldill unglingur í sér með þetta box, græja carbon fiber filmu utaná (veit að hún helst ekki venjulega við MDF svo að ég mun notast við lím til þess) og krómlista/járnlista meðfram köntunum svo að þetta sé ekki svona hrátt eitthvað

Svo er það bara að stefna á að næsta update verði spilari+miðstöð tengt, klappað og klárt

_________________
Rafnar S. ZZ-658 1999 BMW M5 [BIVIVV] (Gamli Romeo)
Gamlir
RU-479 1997 BMW 523iA (Gamli BIVIVV) - Rifinn og skel hent í Noregi
1999 - BMW 540i/6 (driftbíll, seldur í Noregi)
1991 - BMW 850ci - Ónýtur eftir árekstur í Noregi
