C'est la vie

Bíllinn er til sölu, en hann er ekkert að fara að seljast einn tveir og kvissbang..
Kominn tími á eitthvað annað challenge, eitthvað öðruvísi. Bíllinn hefur kennt mér margt, bæði hvað varðar vélar og skynsemi. Hann er þannig séð kominn á leiðarenda hvað breytingar varðar, mig langar ekki að breyta neinu, en á móti hef ég ekki fundið hjá mér þörfina til að fara á braut og fræsa.
Vandamálið verður að verðleggja þetta dæmi, ég mun líklega þurfa að horfa út frá total money spent vs fjöldi ára í ownership og afskrifa í takt við það.
OEM GT's eru á sambærilegu verði og fyrir 5 árum þegar ég keypti, þá borgaði ég € 14,500 fyrir minn, hefði þurft að borga €18,000 fyrri besta eintakið sem var til sölu þá. Núna sé ég að það eru tveir á mobile á 12,500 og 14,500 báðir keyrðir 200,000+ Svo er einn bjartur með 32,000 sticker verð á sínum. Þetta eru s.s. oem óbreytt með söfnunargildi. Þeir virðast því frekar hafa hækkað í verði heldur en hitt (fyrir OEM).
Minn er nokkuð góður útlitslega, mjög góður mechanically, hreint út samt bizzare hvað margir hlutir eru 100% nýjir/nýuppgerðir í bílnum.
Fyrir utan longblock með nýjum stimplum, nýlegum þrykktum stöngum o.s.frv. og € 400 heddpakningu ásamt nýrri ventlalokspakkningu þá er eftirfarandi nýtt/nýuppgert
Nýr Vatnskassi
Nýr Olíukælir
Nýuppgerður Alternator
Nýr startari
Ný vantsdæla
Nýleg tímakeðja og sleðar
Nýr kúplingsþræll
Ný viftukúpling
Nýjar vantnskassahosur
Nýlegar túrbínur
Nýjar silicone hosur og olíuaffall
Nýuppgert VANOS (mun verða það, með anti rattle upgrade)
Svo eru ný dekk, ný aðalljós, og nýr stillanlegur splitter.
Ég verð að vera raunhæfur, samt sem áður verður það töluverð upphæð, en maður hefur s.s. séð mikið breytta bíla á mobile.de á háum verðum. Til að mynda var "minn" GT til sölu lengi vel á mobile.de fyrir 49,990 (eða var það 59,990) þegar hann var með S50B32 supercharged, stórum bremsum og græjum. Reyndar má taka það fram að hann seldist ekki.
þegar ég keypti M5inn þurfti ég að taka á mig 57% afföll frá verðinu sem ég borgaði fyrir hann og það á aðeins 2.5 árum, 60% afföll frá listaverði, þannig að maður má ekkert grenja yfir því að eyða peningum í delluna. Maður græðir ekki á þessu nema kaupa t.d. McLaren F1 þegar hann kom út og sambærilegt.
Anyway.. verð fyrir svona er ekki til, ég þarf að setja eitthvað verð, finna mögulega einhvern áhugasaman og fá dónalegt gagntilboð.