Smá saga frá helginni.
Hookaði vatnið við túrbínurnar og inntakið og var að fikta í því þegar bíllinn byrjaði að reykja massíft í lausagangi. Nett panic ástand. Fór hring og hann reykti ekkert við akstur en um leið og hann datt í idle kom blár reykur og virkilega mikill við free-reving. Ég hélt án gríns að hann væri farinn á hringjum allavega á einum stimpli því að það kom verulegur reykur upp úr dipstickinu sem og crankcase vents.
Ég tók líka eftir því að olían varc.a. 2mm fyrir ofan HIGH level á kvarðanum, þannig að ég ákvað að tappa af hálfum. Olían var rosalega þunn. Ég mældi aftur og sá að þó svo að ég hefði tekið 0.5L af þá var hann rétt við HIGH level. Ég tók því meira af og endaði í 1.3L af olíu, við það fór hann niður í svona 60% af kvarðanum. Reykurinn lagaðist ekki, en ég keyrði einhverja 10km til að tékka.
Það voru góð ráð dýr svo að ég stökk til og keypti þjöppumæli, en ákvað í leiðinni að kaupa nýja olíu, fara úr 10W-60 í 15W-50 af olíu sem heitir Motul 300V 100% synthetic. Ég dreinaði olíuna af mótorunu over night, morguninn eftir tæmdi ég olíukælinn líka og tók eftir því að það fóru 6L af olíu af mótor+kæli total.
Ég hafði því sett um 7.3L af olíu á mótorinn fyrir mistök sem er næstum 1.5L of mikið miðað við venjulegar aðstæður. Næst fóru á hann 5L af Motul, hitaði upp, bætti svo 0.5L í viðbót og var á LOW á kvarðanum. Fór hring, smá reykur í byrjun en svo ekkert. Mældi aftur olíuna, var við LOW, og bætti því 250ml í viðbót og er núna í 30% af kvarðanum. Mig grunar að kvarðinn sé reyndar rangur...
Anyway.. þvílíkur léttir. Það sem hefur líklega gerst er að þegar pakningarinstallið klilkkaði, tappaði ég olíunni af, en hef líklega ekki tekið nema kanski 4-5L í burtu. Svo bætt ofaní það 6L af nýrri olíu.
Þá var það næsta "vandamál" en vanosið vildi ekki snúast. Ég fór í alllskonar æfingar með multimeternum, en tók svo eftir því að ef ég kíkti niður um olíuáfyllingargatið sá ég að olíudælan á vanosinu var ekki alveg flush, vanosið hafið líklegast farið skakkt á. Í TIS er talið 1-9 á boltunum og fyrsti bolti er far-left eða hjá úttaksásnum en þar er olíudælan einmitt. Mögulega var því öxullinn skakkur í kerfinu. Ég reif því allt í spað, vanosið af, tímaði inn aftur, setti allt saman og setti í gang, en ekki vildi það snúast. Þá var næst að fara yfir vírana frá Vanosinu yfir í tölvuna því að mér fannst grunsamlegt að ég sá ekki signal. Gunni var reyndar búinn að benda mér á leið til að testa selenoidin, en mér fannst það framandi.
Á endanum fórum við Gunni í gegnum trouble shooting með því að assigna ónotuðum rásum á selenodin í test mode. Þau heyrðust "tikka" og því þau greinilega í lagi, og ég því skák og mát.
Í morgun fór ég rúnt á bílnum,, og viti menn Vanosið virkaði eins og aldrei áður... Líklega þarf maður að keyra til að sjá það snúast fyrir alvöru
Water injection kerfið virkar líka fínt, ég breytti brenniplötunni aðeins (smá lóðun í gangi) til að fá sterkara merki frá spíssunum. Ég er ekki frá því að það sé ívið meira power núna með vatninu en áður.
Ég ætti að sjá það á loggum hvort að það er meira súrefni í blöndunni með kerfið á.
Þá er bíllinn bara helvíti góður fyrir utan smá olíuleka á cam-cover (ventlalokinu). Ég var svo viss um að ég þyrfti að rífa þetta aftur að ég sleppti því að nota Silicone Gasket kítti lokmegin á pakkninguna. Olían er að dropa á eldgreinina sem orsakar smá reyk..
