Sælir,
Er með "stórglæsilegar" felgur til sölu á dekkjum sem koma undan Z4. Ætti að passa undir allt sem heitir E36, E46, E85, E90. Og auðvitað E30, fyrir þá harðkjarna sem hafa farið út í 5-lug swap.

Þó svo að þetta hafi verið svívirðing við allt það sem má kalla gott og fallegt þegar þær voru undir Z4, þá hugsa ég að þetta geti alveg komið ágætlega út undir einhverju öðru.
Felgurnar eru í síður lélegu ástandi hvað lakk varðar, en það má bjarga því með smá sandpappír, bjór og lakki. Og smá tíma. Og ást. Og þolinmæði.
Dekkin eru einhverskonar gróf Minerva dekk sem eru hálfslitin. Get skaffað betri mynd af munstri við tækifæri.
Verð: 50.000 kr. Selst aðeins saman.