bimmer wrote:
Evran ekki lægri síðan vorið 2009 og Hreiðar Már kominn á stjá.
Er þetta allt að koma til og 2007 handan við hornið?!?!?!?!?

Ástandið hér er ekki eins slæmt og margir spáðu, en aðallega erum við að koma betur út í samanburði við önnur ríki sem eru núna að fara illa.
Ofsalega kemur þetta nú á óvart, að bontlaus lán til ónýtra banka og peningaprentun séu ekki lausnin á vandamálum fjármálakerfisins í EU og USA? Vandamál Evrusvæðisins eru rétt að byrja og ef tekst að afstýra falli banka og ríkja með áframhaldandi skammti af sömu lyfjagjöf (þ.e. aukinni skuldsetningu) þá verður einfaldlega til enn stærra langtímavandamál með sambærilegum hætti og gerðist í Japan.
Það er bara ein raunhæf lausn til og það eru afskriftir. Þeir sem lánuðu of skuldsettum ríkjum og bönkum þurfa að sætta sig við að hluti af peningnum er tapaður. Afleiðingarnar af slíku eru það sem allir óttast, bókstaflegt hrun fjármálakerfisins. En hversu langt á að ganga til að afstýra því og hvenær er kostnaðurinn orðinn meiri til langs tíma?
Ég vona amk. að einhver sé að vinna þá vinnu að greina inter-connectivity fjármálakerfisins og afleiðingar þess ef ákveðinn hluti banka fer, greina hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir kerfishrun þrátt fyrir að verst stöddu bankarnir fari á hausinn og ákveðin ríki semji um lækkun skulda.
Það er amk. enginn lærdómur dreginn af þessu öllu ef menn telja lausnina felast í meira af því sama og olli vandamálinu til að byrja með.