Þarsem ég seldi e36'inn um daginn og hef viljað einhvað stærra og þægilegra í einhvern tíma núna ákvað ég að prufa að fá mér e39 Touring sem mér bauðst á lygilega góðu verði, Ætla að taka mér minn tíma til að gera þennan bíl 100% einsog ég vill hafa hann og ætla að reyna að vera duglegur að pósta inn myndum og updeitum!
Ég tók eftir bílnum fyrir nokkrum vikum í vinnunni, þarsem hann var búinn að standa í slatta tíma óhreyfður. Ég náði að hafa samband við eigandann og fékk fleirri upplýsingar um bílinn. Það bilaði semsagt skiptingin fyrir einhverju ári og bílinn er búinn að standa síðan. Ég fékk að kaupa bílinn í því ástandi og ætla að dunda mér í því á næstu dögunum að gera hann upp.
Vaka kom svo í gær og skutlaði honum heim á planið þarsem hann mun standa þanga til ég er búinn að redda skiptingu í hann, mun vera að dunda mér í honum þangað til.
Bíllinn er full leðraður að innan með sjónvarpi og svörtum toppi OEM Xenon ofl!

get ekki beðið eftir að koma þessum í gang og taka prufurúnt!
Þegar ég fékk hann í hendurnar, einsog sést er ekki búið að þrífa hann LENGI hvorki að innan og að utan!
Tek hann svo í almennilegt 3step bón um leið og ég hef tíma og pósta inn betri myndum



Plön:Redda skiptingu [
X]
henda númerunum á og fá skoðun [
X]
nýja númeraramma [
X]
Shadowline [
búinn að shadowline'a nýrun. Króm gluggalistarnir verða dekktir þegar bílinn fer í gang]
Bera einhvað á leðrið [
X]
Fjarlægja alla myglu úr bílnum [
X]
Bón session [
X]
Leirun [
X]
Debadge [
X]
Henda 18" OEM M-parallel felgunum undir hann eða fá aðrar flottari felgur
Coilovers [
á leiðinni!]
hvít/rauð afturljós
Massa
Endilega koma með hugmyndir og komments!