fart wrote:
Þannig að það er ekki hægt að kenna röngu tíma á ásunum um að heddpakningin hafi farið?
Eins og ég sagði þá hefur þetta setup þolað helvítis hasar áður (sami vélbúnaður) við svipað top end afl, án þess að hitna eins (ekki vitað) allavega hefur það ekki haft áhrif því að bíllinn hefur keyrt vel á eftir (SPA2009 t.d).
Og þá meira að segja með verri stimpla og 2.25" rör í stað 3" núna. Reyndar var MLS pakning þá og mögulega hefur hún þolað hita betur.
Þá kemur fátt til greina sem gæti valdið því að pakningin springi út.
1. mögulega "of sein kvekja?" sem veldur detonation? eða er ég komin í öfuga átt þar
2. ekki nægjanleg hersla á heddinu, og mögulegt head-lift, því að það sást brennt á milli nánst allra cylindra. ARP2000 eiga ekki að togna, nema við eitthvað mjög alvarlegt.
3. léleg gæði á heddpakningu almennt, þolir ekki svona mikið álag, það er langvarandi EGT 800+°C, enda sá ég að á 4 cylinder var hringurinn splittaður í miðjunni.
4. Mögulega var Pústásnum haldið svo lengi lokuðum (seinkað svo mikið) að hitinn í cylindernum varð til þess að skemma pakninguna? Það gæti útskýrt af hverju cylinder veggirnir úttaksmegin voru mjög svartir, sem og stimplarnir, og mögulega útskýrt af hverju það var brunnið á milli næstum allra cylindra.
1. Hún var ekki svo sein að hún væri að skilja eftir allann hitann, ekkert frekar enn hún var þegar hann kom til mín með piggybackinu, þá var kveikjan enn seinni
2. Stórefa það, þegar ég herti þetta niður þá fór ég alveg eftir bókinni og gaf þessu 2daga og í littlum skrefum og hvaðeina.
3. Aldrei að vita. EGT 800+ er ekkert svakalegt. Ef það er brunnið á milli stimpla þá hefur gas komist á milli, það gæti verið útaf pakkningu eða lifti. Ég stórefa að heddið hafi lifst nema þrýstingurinn hafi farið úr öllu valdi, þessir studdar myndu þola að halda niður tvöföldum cylinder þrýsting (sbr. PPF S50/S54 turbo græjur)
4. Fer eftir hversu seint hann var, einhverjar ágiskanir?
Hvað keyrðirru hann mikið eftir að þú fékkst hann tilbaka frá ítölunum og þangað til að hann fór á slaufuna, hversu lengi keyrðirru á góðu bensíni án þess að nokkuð gerðist og hversu lengi á "slappa" bensíninu? Erum við að tala um 0-1km eða 0-10km eða 0-50km?
Þú getur keypt octan mæli, hversu nákvæmur þeir eru er svo annað mál.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
