Halló, kæru meðlimir
Ég sló til og kíkti í dekkjalagerinn í dag, þar sem ég var orðinn leiður á dekkjunum að framan, sem voru komin niður í slitrákirnar.
Ég verslaði mér einn gang af G-Force 205/50 16" sem kostuðu alls 45.000kr með umfelgun
Dekkið var á 9.800 stykkið!
Ég hugsaði fyrst með mér, hvaða drasl er ég nú að kaupa?
Þessu var skellt undir Fiatinn sem mun rífa í sig framdekkin.
Svo var haldið útí umferðina og ég er mjög ánægður með kaupin!
Eins og venja er á Íslandi, þá gat ég prófað dekkin í öllum aðstæðum á einum degi. Grip í bleytu finnst mér vera betra en á P-Zero dekkjunum þegar tekið var á því í hringtorgi.
Þau eru hljóðlát á 110 km/klst og bíllinn er mýkri í aksti en áður, sem ég er bara nokkuð sáttur við.
Á morgun verður svo prófað í upptöku og bremsun á þurru malbiki.
En ég er ekki búin að prófa þau útí yrstu æsar í öllum aðstæðum, einungis tekið "smá" á því.
Yfir heildina litið: Þá er ég fyllilega sáttur, ódýr dekk en þó að skila sínu. Hljóðlát, mjúk, fínt grip í bleytu og þurru.
Dekkin munu eflaust lifa stuttu en litríku lífi hjá mér!
Hlakka til að fara keyra á morgun!
