bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 13:21

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 13. May 2004 03:21 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Thu 10. Oct 2002 02:27
Posts: 214
Location: Vesturbær
Halló, kæru meðlimir

Ég sló til og kíkti í dekkjalagerinn í dag, þar sem ég var orðinn leiður á dekkjunum að framan, sem voru komin niður í slitrákirnar.

Ég verslaði mér einn gang af G-Force 205/50 16" sem kostuðu alls 45.000kr með umfelgun :!: :shock:
Dekkið var á 9.800 stykkið!
Ég hugsaði fyrst með mér, hvaða drasl er ég nú að kaupa?
Þessu var skellt undir Fiatinn sem mun rífa í sig framdekkin. :roll:
Svo var haldið útí umferðina og ég er mjög ánægður með kaupin!

Eins og venja er á Íslandi, þá gat ég prófað dekkin í öllum aðstæðum á einum degi. Grip í bleytu finnst mér vera betra en á P-Zero dekkjunum þegar tekið var á því í hringtorgi.
Þau eru hljóðlát á 110 km/klst og bíllinn er mýkri í aksti en áður, sem ég er bara nokkuð sáttur við.
Á morgun verður svo prófað í upptöku og bremsun á þurru malbiki. :D

En ég er ekki búin að prófa þau útí yrstu æsar í öllum aðstæðum, einungis tekið "smá" á því.

Yfir heildina litið: Þá er ég fyllilega sáttur, ódýr dekk en þó að skila sínu. Hljóðlát, mjúk, fínt grip í bleytu og þurru.
Dekkin munu eflaust lifa stuttu en litríku lífi hjá mér! :P

Hlakka til að fara keyra á morgun! :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. May 2004 08:22 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég er búin að heyra að margir hafi gert verulega góð kaup í gegnum Tyrerack og Shop USA, þú hefur ekki athugað það?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. May 2004 08:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
9.800Krónur fyrir G-FORCE dekk???

Valin bestur dekk 2002 eða 2001,
Þú hlýtur að vera að tala um G-profiler dekkin

http://www.tirerack.com/tires/bfg/bfg.jsp
Bentu mér hérna á hvaða dekk þú ert með

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. May 2004 08:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Þessi dekk eru alveg ný lína og heita G-force Profiler. Heita sjálfsagt eitthvað annað í USA ef þau eru til sölu þar.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. May 2004 13:52 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Thu 10. Oct 2002 02:27
Posts: 214
Location: Vesturbær
Quote:
Bentu mér hérna á hvaða dekk þú ert með


Dekkin sem ég keypti eru ekki á þessari síðu. :?

Quote:
Ég er búin að heyra að margir hafi gert verulega góð kaup í gegnum Tyrerack og Shop USA, þú hefur ekki athugað það?


Ég er reyndar búinn að fylgjast með ebay í mjög langan tíma, sá ekkert sem ég vildi festa kaup á. Einnig var ég að spá að kaupa í gegnum Reifen.de, en í gær þá langaði mig bara í ný dekk.
Með hjálp shopusa.is, þá hefðu sambærileg dekk verið komin hingað á um 50.000-60.000.

Allt er reiknað útfrá 205-50 16" dekkjum.

Dekkin sem mig langar í eru Pirelli PZero Nero en þau eru hingað komin á 75.000 kr. Budgetið var ekki að leyfa það í gær :oops:

Quote:
9.800Krónur fyrir G-FORCE dekk???

Valin bestur dekk 2002 eða 2001,
Þú hlýtur að vera að tala um G-profiler dekkin


Gaurinn var reyndar líka undrandi á verðinu, því G-Force dekkin eru dýrari en Profiler G týpan sem þeir voru með í fyrra. Sambærileg dekk 16" dekk af G-Force (td. 225/50 16") voru öll nokkrum þúsundköllum dýrari.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. May 2004 23:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég verslaði mér gang af 235/45R17 fyrir 16.200 ISK í Þýskalandi í seinustu viku og innifalið í verðinu var sendingarkostnaður innan Þýskalands! Dekkin heita að sjálfsögðu eitthvað "NoName" en eru með öllum þeim stimplum sem lög gera ráð fyrir í Þýskalandi. Þetta var bara svo ódýrt að ég varð að prófa!

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 14. May 2004 18:44 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 17. Oct 2003 18:54
Posts: 1344
Location: myrk og mannaskít
Þú hefðir geta fengið stykkið á 8990 í Nesdekk.Það er næstum frí umfelgun :P

_________________
00 E39 540 M-tech (seldur)
94 E36 M3 Cabrio (seldur)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 15. May 2004 00:45 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Thu 10. Oct 2002 02:27
Posts: 214
Location: Vesturbær
Ég veit það núna :roll: :wink:

Ég get alveg mælt með þessum dekkjum, búinn að keyra meira á þeim og bara ánægður með kaupin. 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 50 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group