bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 06:36

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 05:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
síðustu ár hefur þörfin fyrir bíl sem þjónar áhveðnum hlutverkum ótengdum áhuga manns á bílum verið ansi sterk, og könnumst við eflaust flestir hérna við það.

einhverntíman komst ég af því að það var langþægilegast að vera á jeppa. þeir rúma marga. kemur öllum andskotanum í skottið á þeim. og svo er yfirleitt hægt að bjóða þeim allan andskotan líka,

hef stundum sagt að áræðanlegur japanskur diesel jeppi nýtist heimili eins og góður traktor,

sá bíll sem hefur reynst mér best í þetta af þeim öllum er gamall terranoII garmur sem átti að vera vinnubíllinn hans pabba en endaði nú eiginlega sem fjölskyldubíll hjá mér og fyrrv, í allavega svona 3 ár nánast óslitið :lol:
og eins og flestir sem hafa séð eða keyrt svona bíl þá er það nú ekki útlitið eða lúxusinn sem heillar mann, heldur var það að eftir að við erum búinn að aka honum einhverja 100k eiga hann í 5 ár ásamt öðrum eins hluta úr þeim tíma, þá er hann bara búinn að standa af sér þvílíka misnotkun og rukka í engu samhengi við það í staðinn. þetta er algjör traktor en akkurat útaf því þá týmir að nota þetta sem slíkt,
ég er búinn að draga bílakerrur útum allt land nánast með rauðglóandi túrbínu tímunum saman, keyra hellisheiðina snarlokaða aftur og aftur, hann er búnað þruma okkur á milli ísafjarðar og rvk upp í mörg skipti á mánuði þessvegna í fárviðri sem og öðrum færðum,
Image


var lengi búinn að vera á höttunum eftir svona bíl til að kaupa sjálfur svo ég gæti hætt að vera alltaf á pabba bíl :lol: eigandi yfirleitt bíla í fleyrtölu sjálfur, og datt svo óvænt niður á einn um daginn sem ég náði í skiptum fyrir bíl sem ég átti.
sá er 99 árg eins og sá fyrri, og reyndar fleyri svona sem hafa verið í fjölskylduni
en þessi er 33" breyttur, með helv flottum köntum, kastaragrind, ekinn hátt í 100þús minna en hinn, sjálfskiptur og reyndar bara mjög vel hirtur bíll með fína eigendasögu,

en eins og alltaf hjá mér þá var hann nú samt bilaður. þurfti að fara í framstellið á honum og skipta um dekk, en hann var farinn að stúta þeim á örfáum km, pústið á honum var í sundur. oskoðaður og númerslaus og flr

kom honum á númer á nokkrum dögum, og byrjaði á að rúlla norður á ak með Trans am á kerru, með fullan bíl og 100kg í yfirvigt í bílnum og kerru viktandi 2.3T. bíllinn blés max boosti í 6-7 tíma straigth nánast og var farinn að þjást af svo gríðalegum afgashita að ég mökkbrenndi á mér hendina á húddstöngini, eftir að hafa lifað það af var augljóst að hann var jafn vinnuglaður og bræður hans,

núna er ég búnað endurnýja í honum allan stýrisganginn, herða upp á maskínuni, skipta um dekk, alternator,vatnsdælu, frambremsur, legurhús og herða á hjólalegum, setja á hann kastara í grindina og sjæna nokkuð vel til

það eina sem drepur þessa bíla er helvs ryðið. eins og aðra nissana, í rauða er búið að skipta um complete sílsana báðu meginn. bæta hvalbakin og gólfið. og hvalbakurinn og sílsarnir hverfa alltaf undan þessum bílum, og þegar maður skoðar þá er þetta bara spurning um hvort Það sé búið að laga þetta, eða að það se eftir
sílsarnir á þessum eru óvenjugóðir. ef það væri ekki búið að setja undir hann þessi stigbretti þá væri öruglega ekki blettur á þeim, en það má taka hann aðeins þar sem var skorið úr frambrettunum á honum, en ég hef tekið eftir því að þegar það eru settur kantar á þessa bíla þá hverfur allt undir þeim, ég á orðið nánast bara eftir að taka eina helgi í það og þá fer bíllinn að verða alveg tipp topp.

ætlaði mér að fikta dáldið í honum, skrúfa upp í honum og setja jafnvel 3" púst, en komst ansi fljótlega af því að einhver hefur verið á undan mér. hann blæs 3-4psi meira en hann á að gera. blásturs og dumpventils hljóð eins og í imprezu :lol: og aflið í honum merkilega gott. en þeir sem eru vanir gömlum diesel jeppum vita nú að þeir eru ekki sem sprækastir að jafnaði,

stefni á ferðast e-h á honum í sumar. en það er brill að ferðast á sumrin á svona 33-35" bílum, maður kemst yfir og ofan á flest, en þetta keyrir nánast eins og óbreytt

Image
Image

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 09:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
Þú heldur þér uppteknum :)

Fíla þetta.

:thup:

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 09:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Áttum þrír félagarnir svona bíl í 1-2 ár. Þú lýsir þessu nákvæmlega rétt með sílsana, þeir bara hverfa.

Togið í 2,7 dísel vélinni er virkilega sannfærandi, dró bátinn sem er 1,5 tonn víða um vesturlandið, fór kannski ekki létt með það upp brekkuna í göngunum en eyddi alveg fáranlega litlu miðað við átakið! (annað en benzinn sem rauk algjörlega upp í eyðslu)

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 10:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þessi hélt 70/80 upp göngin akranesmeginn með 2.3t kerru og 4 farþega+ fullt skott

en það er líka búið að skrúfa upp í honum.. og eftir svona brekkur þá alveg glóir túrbínan og hann fer að missa boost

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 12:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Hefði kannski keypt svona bíl hefðir þú svarað símanum fyrir 3-4 vikum síðan :lol:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 12:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
haa :shock:

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 12:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
kann hvorki að sjóða né boddýviðgerðir almennt, en vantaði tilfinnanlega 80cm part af ytri og innri sílsanum í þann rauða þannig að ég skar hann í ræmur. og þá var bara eins gott að læra þetta :lol:

Image

Image

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 12:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 22:02
Posts: 3236
Location: Njarðvíkingur!
Veistu nokkuð um frammbretti af svona bíl, vantar bæði ? :)

_________________
E39 525d Touring ´03
Toy Yaris T-Sport ´02
Yamaha R1 ´05


Alpina wrote:
M5 er testosterone.... Pamela Anderson,,,,, vs 540 er lufsa með spælegg eða drengjabringu.......


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 12:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
Það þarf ekki mikið til að gleðja þig Íbbalingur :lol:

Hef átt svona apparat og þetta er skelfilegt að öllu leiti :thdown:

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 18:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
nei því miður raggi. það vantar flestum frambretti :santa:

nei nonni minn, ég er ógleðjandi maður.. enda kannski þessvegna sem ég rúlla sáttur á diesel traktor

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 06. Jun 2012 20:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
íbbi_ wrote:
haa :shock:



Sá svona bíl auglýstan á ágætum prís um það leyti, vissi að þú værir eitthvað búinn að hræra í þessu, og hringdi til að fá álit/reynslu :)

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jun 2012 00:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ahh, það var nú ekki viljandi gert :|

það er slatti af þessum bílum til sölu á öllum verðum nánast, en það ber líka að hafa í huga þegar maður skoðar þá að þetta eru jeppa traktorar og ansi margir þeirra hafa akkurat verið notaðir sem slíkir frá því þeir voru nýjir, og því eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir, þeir eru flestir eknir 250+ í dag en það er í góðu lagi, sá rauði hjá okkur er að nálgast 300k og ekki hægt að tala um neitt slit í honum, sá bíll er nú samt búinn að upplifa ýmislegt, t.d eina veltu, og við keyptum hann í þokkabót ofan af kárahnjúkum, hann er samt með ljúfari svona bílum sem ég hef keyrt,

kramið í þessum bílum er afar sterkt, 2.7l mótorinn er afar góður, sjálfskiptingin er veikari en kassin, en ekkert til að hafa áhyggjur af, drifin í þessu fara að mér skylst nánast aldrei, bílarnir hjá okkur eru eknir 200 og 270+ og hvorugur lekur neinum vökvum og þjást ekki af neinum mekanískum bilunum og viðhald á þeim verið mjög ásættanlegt.
veiku punktarnir svo ég viti til,

.vatnsdælurnar fara dáldið, ekki hægt að tala um þetta sem vandamál en flestir sem eiga svona bíl til einshvers tíma lenda í að endurnýja þær.

.framhjólastellið á þeim er frekar leiðinlegt eins og er venjast með klafabíla, það eru ekki smurkoppar á stýrisstöngum,endum og flr orginal, ekkert hægt að setja út á endingu en þetta er eitt af því sem maður lendir yfirleitt í að endurnýja, erum búnað setja millistengur og flr í endurbættum útgáfum með koppum og flr í báða bílana hjá okkur,
það þarf að hjólastilla þá nokkuð reglulega að framan, ef þeir eru breyttir og búið að skrúfa þá upp að framan þá þarf að gera það nánast árlega.

.það eru sjálfvirkar lokur að framan, og þær hætta alltaf að virka á endanum og það er mælt með manual lokum,

annars er vandamál nr 1 2 og 3 og 4 líka hugsa ég með þessa bíla það er ryð. það hverfa undan þeim sílsarnir, og líka
viss partur af hvalbaknum, eða parturinn af honum sem er bakið á hjólaskálinni, s.s undir pedölunum og við fæturnar farþegameginn, ryðið er ansi staðbundið við akkurat þessa staði og oft eru þessir partar horfnir úr bílunum en svo varla blett að finna annarstaðar á þeim.
þetta skiptir svosum ekkert höfuðmáli þar sem það er engin styrkur af ráði í þessu þar sem þetta eru heilgrindarbílar.
ég hef stundum spáð í hvers vegna þetta sé svona og ætli það sé fyrst og fremst ekki vegna þess að þetta er nissan og þeir virðast flestir haugryðga yfir höfuð,
svo er annað sem margir hafa bent á, að þetta eru jeppar og vinnutæki og hafa oft þurft að þola "harðræði" og það virðast staðbundinn ryðvandamal fylgja flestum af þessum jeppum, pajeroar af sömu árgerðum grindabrotna nánast allir með tölu v/ryðs, og flr dæmi


ég skil vel að mönnum þyki þetta ekki spennandi, enda er þetta ekki spennandi, en mig vantar bíl sem þarf að sameina ansi marga kosti, þarf að vera vinnubíll, en líka ekki vinnubíll, ég er alltaf dragandi kerrur, bílakerrur sem og aðrar kerrur, en svo má þetta samt ekki eyða neinu eða kosta neitt. og það eru ekki margir kostir í þeirri stöðu,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 8 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group