Zed III wrote:
Töff, hvenær kemur svo enska útgáfan ?
Maður kemst bara takmarkað langt á menntaskólaþýskuni

.
Það verður líka grein um bílinn í öðru blaði, væntanlega í næsta mánuði og þá enskumælandi og mun útbreiddara blað, sem fæst örugglega á Íslandi.

Það er gaman af þessu, sé ekki mikið neikvætt við þetta. Hinsvegar eru nokkrir jákvæðir hlutir við þetta.
Til að mynda það að ég ætti að eiga auðveldara með að fá afslætti eða spons á þá varahluti/aukahluti sem mig vantar, það hefur í raun gerst nú þegar þar sem að
www.renn-reifen.de er að skaffa mér dekk á MJÖG sanngjörnu verði.
Svo gæti þetta líka leitt til þess að einhver vilji kaupa bílinn
Annars ætti að vera nánast vonlaust að stela honum eftir þessar blaðagreinar.
BTW sótti pleniumið úr álsuðu í gær, verkstæðisstjórinn er BMW ///M maður, á E39 M5 og átti áður 2002Turbo. Ég tók blaðið með mér til að sýna honum og hann var voða stoltur að hafa verið að vinna í bíl sem er í blaðinu þannig að þetta þýðir greinilega eitthvað.
Ég málaði svo Pleniumið satin-svart í gær ásamt rörunum í og úr millikælinum. Í kvöld verður svo glærað yfir og sett saman um helgina. Þá er bara að vona að ekkert leki.