Intercooler rör öll hjá suðumanninum, Ég náði að klára fyrstu túrbógreinina alveg og hún er núna til í suðu.
Þurfti að breyta runner númer 1 til að leyfa rúðupissinu að vera á sínum stað. Annars eru hérna myndir af rörinu sem fer úr túrbínunni yfir í intercooler , "2 stórt eins og útgangurinn á compressornum. Ég gleymdi að taka mynd af rörinu hinumeginn. Það er svosem eiginlega bara 90° beygja framhjá ljósunum með blow off svo.
Er alveg við swaybarið núna enn það færist í burtu þegar hann fer á gólfið.

Hérna sést heila greinin. "1.5 útgangar í wastegate , það verður akkúrat 0 boost creep hérna það er á hreinu.

Hérna sést svo staðsetningin á wastegatinu, það verður augljóslega screamer pipe þegar wastegatið opnast og það verður wrappað. Sem þökk sé staðsetningunni á wastegatinu þá fer screamer pipið framhjá vatnskassanum og slöngunni og viftuspaða hlífinni.

Svo ætla ég að kaupa svona hita hlífar til að líma á innra brettið og þarna í kring til að bræða nú ekki það sem á ekki að bræða. Einnig á rúðupiss tankinn.
Almennt þá eg ég ánægður með greinina enn hún er alveg öfgað flókin útaf því að það er svo lítið pláss og maður er að passa sig að hvergi láta vera slæmt flæði.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
