srr wrote:
Eru tjörumotturnar í Bílasmiðnum til í mörgum þykktum eða er bara ein í boði?
En með stærðir á mottunum, er bara ein stærð og svo sker maður þær til ?
Mig minnir að það sé bara ein þykkt í boði, hver motta er 50x50 minnir mig..
Mér fannst voðalega þæginlegt að leggja bara heila mottu strax á gólfið og hita svo vel yfir hvert svæði skipulega því að mottan fellur svo vel inn í alla króka og kima að sjálfum sér því hún verður eins og tyggjó þegar hún er hituð, ég skar síðan renningana af sem urðu eftir við hurðar og svoleiðis eftir á.
þar sem motturnar þöktu yfir skrúfganga og svoleiðis, þá hitaði ég svæðið þar sem skrúfgangarnir voru og tróð síðan skrúfjárni ofan í götin og síðan skrúfunum eftir á og skrúfaði þeim bara ofan í á meðan svæðið var sjóðandi heitt..
Það er algjör snilld að vinna með þetta efni, easy peasy..
Síðan er nátturulega lím undir mottunum sem maður verður svoldið að passa upp á að eyðileggja ekki..