Jæja, núna er glæsivagninn nýsprautaður og SHINY. Ég er orðinn svo ánægður með hann núna - hann er orðinn stórglæsilegur og allt byrjað að virka sem skildi - vélin þrælvinnur og er orðin þýð og góð (þurfti bara að fá að vera aðeins í gangi og keyra hann
Hann kom bara út í dag og er kominn aftur heim í skúr og þetta kostaði mig aðeins 15-20 % af mánaðarlaununum

,,sem er gott''
Núna vantar mig bara annað framgrillið (er bara rétt ókomið frá T.B) og eitt nýra (gamla orðið frekar slappt)
Já sprautunin tókst bara þrælvel og búinn að setja nánast allt saman s.s. stuðarann (hann var alltaf laus á köntunum) og þarna komst ég að því að það er ekkert að leka nema stýrið (hélt að auto og vélin væri að dropa en þetta var víst bara stýrið:)
Núna vantar bara djúpar 18" felgur og þá er bíllinn orðinn gjörsamlega sjúkur.
Ég tók nokkrar myndir en veit ekki hvernig ég á að setja þær hingað inn til að sýna ykkur, þarf ekki eitthvað netsvæði sem getur geymt myndirnar???