Já kanski að maður skoði nýtt hanskahófl,
Annars er bíllinn á verkstæði núna. Þessi olíuleki á milliheddinu var farinn að pirra mig endalaust, og ég ákvað að senda bílinn á verkstæði í stað þess að gera þetta sjálfur. Ég hefði líklega getað það, en vildi bara ekki eyða tímanum í þetta, enda hefði tímun á ásum og vanosi þurf að vera 100% rétt og það er eitthvað sem ég næ pottþétt ekki í fyrstu tilraun.
Ég keypti annað millihedd (eða Camshaft tray) á Ebay þar sem að nokkrar gengjurnar fyrir ventlalokið í mínu voru ónýtar. En það var kanski ágætt því að Mechinn er á því að milliheddið sem er núna í mótornum sé ekki alveg planað, þar sem að olían er að leka að framan, inntaksmegin og að aftan.
Þar að auki keypti ég nýjar skrúfur til að festa "ventlalokið" kosta ekki nema c.a. € 6 stykkið ! og þær eru helvíti margar.. gengjurnar voru orðnar lélegar og héldu illa. Þetta eru spes skrúfur með stoppara og gúmíhosu.
Mechinn benti mér líka góðfúslega á það að olíukælirinn sé alveg á síðasta snúningi, bæði undinn og boginn. Þannig að ég pantaði nýjann olíukæli áðan.
Auk þess er ég að láta sérsmsmíða fyrir mig 3" í tvo 2" Y stykki með 38mm útgangi fyrir Turbosmart Blow off ventilinn. Þá mun ég loksins ná að klára 3" conversionið á chargepipes.
Annars var ég að renna yfir það í huganum í gær hvað er nýtt/nýlegt í bílnum.. og mér varð háfl flökurt

Þetta er s.s. það sem hefur verið skipt um nýlega og bílilnn líklega ekinn minna en 3000km síðan, flest mun minna ekið.
Vatnskassi
Vatnsdæla
Vantslás
Viftukúpling
Viftureim
Alternator
Startari
Olíukælir (á leiðinni)
Kúplingsþræll
Guibo
Bremsuklossar að aftan
Bremsuvökvinn í öllu kerfinu
Endakúturinn
Tappinn á kælivatninu (mjög mikilvægt að skipta reglulega um hann)
Intercoolerrörin, hosur og klemmur (á lokastigi)
Nýboruð blokk
Nýjir stimplar
Nýjar sveifaráslegur
Nýplanað hedd
Ný heddpakning og aðrar pakningar í mótor
Boltar í ventlalokinu (á leiðinni)
Báðar Túrbínurnar (líklega 3000km max á þeim)
VEMSið og allt það dót
EGT probes
ICV
ICV hosan í airbox
Framrúðan
Kertin
Olíusía
Caastrol eðalolía (sem verður skipt um núna þegar ég skipti um olíukæli)
Oil-drain og pakningar á báðum túrbínunum (setti það í fyrir viku)
lokið yfir miðtöðinni (hjá rúðuþurkunum, keypti nýtt þegar nýja framrúðan fór í).
Federal Semislikkarnir (kanski 1000km total á þeim)
Wheel studs + nuts conversion
.... líklega er ég að gleyma einhverju.
En þetta ætti þá að hanga næstu árin, vonandi.