alpina.b10 wrote:
Er með vökva stillta dempara, svona hleðslujafnara system í Alpinunni. Ég held að ég þurfi að gera afsal á bílnum ef ég panta þetta beint frá BL, þannig að ég er að spá í að panta af netinu. Hvaða síður hafa verið að koma best út með kaupum á varahlutum?
já og ég ætla EKKI að skipta dempurunum út fyrir venjulega, vill hafa allt orginal eða nálægt því
Ég keypti svona dempara í gegnum fálkann orginal frá sachs. Kostaði engar
formúlur en sölumaðurinn reyndar viðurkendi að hafa gert mistök þegar hann gaf mér tilboðið, hann hafði ekki mikið upp úr þeirri sölu ef eitthvað.
En já orginal BMW merktur kassi með svona dempara kostar einhverja hundraðþúsundkalla.
En ertu með EDC eða bara hleðslujafnara?