Er með til sölu e32 bmw 750 il, mun lengri enn venjulegur 750, grásvartur bíll með öllum búnaði sem svona bíll getur verið með. Topplúga, buffalóleður, rafmagn í framsætum og aftursætum og það virkar allt í honum. Bíllinn dettur í gang og keyrir fínt. Hann lítur bara vel út lítið sem ekkert ryð og engar stórar beyglur. Bíllinn er ekinn 202 þúsund. Hann var fluttur inn '98 þá ekinn 142þúsund þannig að hann hefur rúllað um 60þúsund hérna heima. Bíllinn er ekki alveg gallalaus það er smotterí sem þarf að laga, einhver smá leki á einhverju sem er ekki mótorolía líklega vökvi fyrir dempara og eitthvað fleira smotterí ekkert sem laghentur getur ekki lagað. Bíllinn er á flottum felgum og ágætum dekkjum ath. bíllinn fór athugasemdalaust í gegnum skoðun 04/05/2011 og er skoðaður út árið. Númerið á bílnum er TD 309 fyrir þá sem vilja skoða ferilinn á bílnum.
Flottur bíll sem þarfnast smá ástar ég er að reyna að klára annan bíl sem ég er að gera upp og hef ekki pláss eða tíma fyrir þennan í augnablikinu.
ÓSKA BARA EFTIR TILBOÐUM Í BÍLINN OG SKOÐA ÖLL SKIPTI
MYNDIR>
http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 678&type=3