anger wrote:
Vá gamli minn, rosalega er langt síðan eg sá hann

Ég setti þessi angeleyes í hann, og einnið glærstefnuljós, málaði grillið, afturljósin og lækkaði hann og eitthvað, rosalega flottur. En mikið er hann sjoppulegur á þessum felgum, er buið að taka lækkunina úr honum ? (mer fannst hann samt ekki alveg ökuhæfur með þessa lækkun en djöfull lúkkaði hann

Lækkunargormarnir voru farnir úr honum þegar ég keypti hann, það var bara annað glæra stefnuljósið á honum, hitt hafði brotnað og fylgdi ekki með svo ég lét appelsínugul ljós fylgja bílnum.
Afturljósin voru alveg fáránlega illa farin. Bíllinn stóð í nokkur ár hjá fyrrverandi eiganda og sólin hefur fengið að baka þessa rauðu glæru og hún var öll sprungin og ógeðsleg. Hef aldrei séð eins ljót afturljós á E32 áður, synd því þau voru flott þegar það var nýbúið að gera þetta. Setti á hann afturljós af öðrum 750 í staðinn.
Angel Eyes-in voru ágæt. Ramminn utan um annað þeirra hafði brotnað einhverntímann svo ég tók luktirnar úr og færði þær yfir í annan ramma. Víraði ljósin síðan betur en það var ekki einusinni hægt að taka ljósin úr án þess að klippa á víra. Lagaði það með því að setja tengi á bæði ljósin og gera þetta snyrtilegra.
Síðan tók Markús við og er búinn að gera hann ennþá flottari og hann á eflaust eftir að verða miklu betri hjá honum. Bara flott að þessi er kominn í umferðina aftur en svo best sem ég veit er þetta annar af tveim E32 750iL sem er á númerum í dag.