Takk fyrir það félagar. Mér finnst sjálfum facelift E39 vera afskaplega fallegir bílar, en ég finn enga þörf á því að facelift væða minn þar sem að þeir eru ekkert síðri. Það er a.m.k. neðarlega á to-do listanum!
Giz wrote:
Eggert wrote:
Ótrúlega fallegur bíll

pre-facelift E39 > facelift E39
Já veistu, eftir því sem árin líða sé ég eiginlega minni og minni ástæðu til að skipta.
En sammála annars, hrikalega smekklegur bíll í alla staði. En Hr. DJ, hvað með pústið, vildirðu frekar hafa það OEM ef þú ættir völina eða?
Og mjög flottar myndir! Þessar næturmyndir eru líka grúví.
Næturmyndir eru snilld! Ég var eiginlega búinn að gefa þessar næturmyndir upp á bátin, þær voru svo helvíti dökkar, en nýja Photoshop bjargaði þessu alveg. Er með nýja útgáfu af Camera Raw sem getur sótt mikið betri liti úr dimmum RAW myndum.
En ég hugsa að ég myndi alveg skoða það að skipta út þessu pústi fyrir OEM ef að gott OEM púst væri til staðar. Þó er ég ekki viss með verðmismuninn á þessum kerfum. Eitt er þó víst; ég myndi aldrei kaupa svona nýtt sjálfur!