Þið passið ykkur samt á því að afborganir séu vel innan þolmarka.
Breytingar á vaxtastigi þegar fasta vaxtatímabilinu líkur skila sér beint í hærri afborgunum á óverðtryggðu láni.
Til lengri tíma er alltaf líklegt að kostnaður við óvertryggt og verðtryggt sé sambærilegur þar sem óverðtryggðir vextir ættu að taka mið af verðbólgu í landinu. Ójafnvægi sem virðist vera til staðar núna er því líklegt til að verða leiðrétt með breyttum vöxtum seinna á líftíma lánsins.
Maður þarf því að vera klár í það ef það gerist. (Hugsanlega hægt að skuldbreyta í verðtryggt seinna en það hefur kostnað í för með sér)
Svo skulið þið líka skoða vel muninn á jöfnum afborgunum og jöfnum greiðslum (annuitet).
Fáið lægri greiðslubyrði til að byrja með ef þið veljið jafnar greiðslur en eruð lítið að borga inn á höfuðstól til að byrja með.
Í jöfnum afborgunum fer meira inn á höfuðstól í byrjun og því eykst eignarhlutur ykkar örlítið hraðar.
Þetta er á kostnað örlítið hærri afborgna í byrjun.
Gæti skipt máli ef þið ætlið að stækka við ykkur eða selja eftir t.d. 3 - 5 ár.
