Eitthvað af þessu var komið í Nurburgring þráðinn en leyfi þessari samantekt að
fá eigin þráð....
Var að vinna í Frankfurt um daginn og á sunnudegi hættum við kl. 15.
Vinnufélagarnir vildu fara í gokart en ég benti þeim vinsamlega á að besta alvöru
braut í heimi væri í 90 mínútna fjarlægð og væri opin til 19.
Eftir smá skoðanaskipti og fleiri vinsamlegar ábendingar frá mér um Nurburgring
þá féllust þeir á að fara þangað. Við vorum á bilaleigubíl og gátum þar af leiðandi
ekki keyrt hann á hringnum. Ég hringdi því í vin minn Dale hjá Rent4Ring,
http://www.rent4ring.com, og pantaði hjá honum Suzuki Swift og sagði að við yrðum hjá
honum um kl. 5.
Á leiðinni messaði ég yfir vinnufélögunum ráð og reglur varðandi hringinn. Þeir
ættu bara að keyra rólega, halda sig til hægri á brautinni og fylgjast vel með í
speglinu.
Vorum komnir tímanlega og nóg til af Súkkum:

Við fengum nýjan bíl, Stage 1, þe. 130hp, Öhlins fjöðrun, upgraded bremsur,
Federal semislikkar og búr.

Við keyptum semsagt pakka sem innihélt bílinn, 6 hringi á brautinni og bensín,
semsagt "all included". Þetta gerði ca. 20.000 á kjaft, vorum 3. 6 hringir á 2 tímum
er frekar tight en átti að hafast.
Planið var semsagt að ég myndi keyra með þá fyrst einn hring til að sýna/kenna
og færi síðan sem farþegi þegar þeir keyrðu. Þetta gekk fínt til að byrja með,
keyrði einn hring með þann fyrri:

Svo keyrði hann sjálfur hring. Hann stóð sig nokkuð vel, þurfti nokkrum sinnum
að biðja hann um að slá aðeins af, pínu red mist í gangi.
Í þessum seinni hring sáum við bíla stopp rétt fyrir
Flugplatz og leit út fyrir að það hafi orðið óhapp/árekstur. Sá líka einn
Lotus Elise sem ég kannaðist við, ekki margir með fjólubláan topp

Allavega, þegar við komum inn í pittinn þá var búið að loka brautinni og á
kortinu blikkaði punkturinn þar sem slysið var. Við fórum því að skoða græjur





Rúmlega hálftíma seinna kom Lotusinn kunnuglegi inn í pitt og þetta var semsagt
sá sem mig grunaði. Hann heitir Dave Evans og er virkur á
http://www.northloop.co.uk.
Hef oft hitt hann áður á slaufunni. Með honum var Andy Carlisle sem er mótorhjólakappi
sem á vel hraða hringi á slaufunni. Allavega, þeir sögðu að þetta hafi verið aula"slys"
dauðans, einhver tekið framúr kínverskum túrista vitlausu megin og honum
varð svo mikið um að hann strauaði vegriðið. Reyndar mjög létt þannig að
bíllinn var eiginlega óskemmdur. Hins vegar þýddi þetta 2 lögreglubíla,
brautarstarfsmenn, skýrslur, rukkun fyrir 12 vegriðseiningar (ripoff) og
klukkutímatöf - eitthvað sem við þurftum ekki.
Allavega, þegar opnaði aftur var rétt tími fyrir 2 hringi þannig að það var
ákveðið að ég færi með þann seinni sem farþega og hann myndi síðan keyra
lokahringinn sjálfur. Hér er hringurinn, hann er að taka upp - þurfti nokkrum
sinnum að stappa í hann stálinu - honum leist ekkert á þetta
http://www.rngtoy.com/thordur/almennt/2 ... ft_lap.wmvÞegar við komum aftur inn í pittinn og klukkan 12 mínútur í voru helv.
gaurarnir búnir að loka hringnum

Þannig að sá seinni fékk ekkert að
keyra sjálfur.
Þannig að við fórum aftur upp í Rent4Ring til að skila bílnum og voru þeir
það almennilegir að þeir endurgreiddu þeim sem ekkert fékk að keyra.
Á eftir skelltum við okkur á Pistenklause sem er skylda fyrir þá sem fara á
hringinn,
http://www.am-tiergarten.de/en/restaura ... tenklause/Svo var brunað aftur til Frankfurt, komnir þangað kl. 22, vel sáttir eftir daginn.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...