jens wrote:
BL er með 2 F30 bíla, Luxury og Sport. Ég skoðaði þessa bíla áðan og verð að segja að ég gersamlega kol féll fyrir þessum bílum og þá sérstaklega fyrir Sport útgáfunni. Báðir bílarnir eru 320d Twin Turbo og er eyðslan 4.5 í blönduðum akstri sem er fáránlega góðar tölur á 184 hp bíl, heyrði í mótornum og er hann svona týpískur dísil en alls ekki hávær. Annað sem vert er að skoða er staðsetning mótors og hvað framhjólastell er framarlega, þetta hlítur að gefa bílnum skemmtilegan karakter og jafna þyngdardreyfingu bílsins.
Grunnverð er í kringum 6.6 milljónir en eins og Sport útgáfan er búin hjá þeim inn á gólfi er verðmiðinn rúmar 9.1 milljón.
Æðislegir bílar sem er fyllilega arftaki E30 bílanna ( F30 )

Mæli með að menn fari niður í umboð og skoði þá á morgun.
Ekki til að vera leiðinlegi gaurinn, en 320d er ekki twin turbo. Mig minnir að eina 4 cyl díselvél BMW til þessa með twin turbo er sú sem var í 123d. Alpina notaði hana í e9x d3 bílana frá sér sem voru algert æði. BMW vildi ekki nota þá vél í 3 seríuna þar sem hún var talin, réttilega, taka of mikið, eða allt frá 325d sem þá var 6 cyl 3.0 vél.
En hinsvegar eru þessar vélar í dag orðnar twin scroll, eða twin power eins og þeir kalla þetta. Einungins ein túrbína engu að síður. Þetta twin scroll dæmi kom minnir mig fyrst í n55 sem single turbo twin scroll, en n54 135i/335i var twin turbo áður. Sama hestaflatala engu að síður.
Bara til að vera soldið "pedantic" eða a*al
En þessir bílar svínvirka í keyrslu, en mér finnast þeir bara afskaplega óspennandi tilsýndar. Svo ekki sé minnst á F20...
