var að háþrýsti þvo hinn svo mjög digga Terrano fyrir eflaust viku síðan, þegar það kom "skyndilega" í ljós að það sem ég hafði áður talið sílsa, var varla nema lakkið, og þegar ég gáði betur þá var hreinlega horfinn undan bílnum 3/4 af sílsinum. bæði innra og ytra birði og endinn að hjólaskál. boddýfesting laus frá og upp í gólf
þetta er nú lenska í þessum bílum. og ekki lengra en tvö ár síðan þessi síls var bættur á verkstæði. og hinum skipt út.
eins og þessi bílgarmur hefur nú staðið sig.. þá átti hann það nú orðið inni að vera lagaður. og átti þar af auki að vera mættur til skyldustarfa út á land eftir helgi.
ég ætlaði mér nú alltaf að stúdera boddývinnu, og daundaði dáldið við það á tímabili, en hef svo varla snert á suðutæki eða boddývinnu að þessu tagi í mörg ár.. engu síður þá áhvað ég að rífa upp rokkin og byrja skera, og þegar því lauk þá var ekki laust við að það færi aðeins um mann, enda búið að fjarlægja heilan sílsa unan bílnum, hluta úr gólfi, hvalbak og flr
eftir langa og leiðinlega vinnu með slípirokk, hvort sem það var til að skera eða pússa, þá kom að gestaþrautini, að smíða ný stykki. og það má nú segja að þetta væri frumraun mín í slíku.
keypti galvaniseraða blikkplötu til að smíða úr. og kenndi sjálfum mér svo að brúka MIG
og eftir ansi mikið föndur þá verð ég að segja að e´g er nú bara nokkuð ánægður með árangurinn, sílsinn er kominn undir bílin, hjólaskálinn stutt frá því að vera til, sílsinn er alveg heimasmíðaður frá miðri framhurð og afturúr, fram og bakhluti, næst er það svo bara að sparsla þetta slétt og fínt og mála, tókst bara helvíti vel. og skemmtileg tilbreyting að dunda aðeins í boddýi

kanturinn á að sveigjast aðeins, til að fylgja stigbrettinu
