JBV wrote:
Thrullerinn wrote:
Verðtryggingin er dulnefni fyrir þrælahald.
Sammála. Veit um fólk sem tók 10.000.000 króna verðtryggt íbúðasjóðslán til 40 ára í ársbyrjun 2010. Lánið stendur í 12.700.000 krónum í dag.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er aðal talsmaður verðtryggingarinnar hér á landi. Þannig að það kemur ekki á óvart að yfirlýsing um að óverðtryggð lán séu feigðarflan komi úr þeirri átt.

Enda virðist hann setja hag lífeyrissjóðanna, sem borga honum og fleirum ofurlaun fyrir fundarsetu í sjóðunum, ofar hag alþýðunnar í landinu.

Þetta er samt ekki svona einfalt að það sé bara Gylfi sem sé á móti þessu.
Sannleikurinn er sá að krónan missir stanslaust verðgildi sitt og mælist það sem verbólga. Til þess að skuldbindingar haldi raungildi sínu eru þær tengdar verðbólgu. Þetta á bæði við skuldir í íbúðahúsnæði og svo útreikninga viðmiða vegna lífeyrisgreiðslna ofl..
Það hefur verið hellings launaskrið hérna undanfarið og það er vegna þess að það er verið að laga laun að raungildum.
Hugsið þetta bara á þennan hátt. Þið takið lán og fáið svo 50% verðbólgu. Laun fylgja fljótlega eftir (við höfum séð þetta undanfarið) um segjum bara 50% (þetta getur verið aðeins minna eða aðeins meira, fer eftir þjóðfélagslegum aðstæðum).
Ef þið eruð með verðrtyggð lán eruð þið að skulda svipað að raungildi og borga c.a. jafn mikið af launatékkanum í afborganir en ef þið eruð með óverðtryggt hefur hlutfall afborgana lána úr launatékkanum lækkað mjög mikið. Hvort er eðlilegra ?
Það er góð ástæða fyrir því að verðtrygging var sett á fót hér.