Þessi BMW Gran Tourismo sendiráðs Sambanndslýðveldisins er til sölu. Bíllinn kom á götuna 12. janúar 2011. Þetta er fjórhjóladrifinn, 300 hestafla diesel fákur, hlaðinn búnaði, t.d. leðursæti, fjarlægðarskinjarar að framan og aftan, Panorama sunroof, bluetooth o.s.frv.. 8 gíra sjálfskiptingin er einstaklega ljúf og skilar bílnum hnökralaust upp í hámarkshraða
Bíllinn er ekinn rétt innan við 12.000 km.
ÓSKAÐ er eftir tilboðum í bílinn sem er að lágmarki 9.490.000 kr. STAÐGREITTLokað verður fyrir tilboð kl. 12.00 föstudaginn 23.03.2012Upplýsingar í Þýska sendiráðinu í síma 5301100 eða info@reykjavík.diplo.de .
Einnig má skjóta á mig spurningum hér fyrir neðan.
Tilboð þurfa að berast til Þýska sendiráðsins, Laufásvegi 31, í lokuðu umslagi.




Í samanburði við Disco-inn frá Brezka heimsveldinu, þá er GT-inn ekkert mikið minni. Enda ca. 10 cm lengri, 10 cm hærri og 4 cm breiðari en E60. Aksturseiginleikar GT eru mun líkari 7-línunni en 5-línunni, að mínu mati.

Hér má svo sjá stærðarmuninn í hina áttina. Benz 190E er eins og MINI í samanburði.

Innviðurinn er allur hinn snotrasti og flest allt innan seilingar fyrir ökumann.

Mælar og aðgerðir þar að lútandi í stýri eru mjög læsilegir og notendavænar.

Bíltölvan er mun betri og notendavænni en í BMW-inum sem fyrir var hjá sendiráðinu.




Öll umgengni um bílinn er mjög þægileg. Þar ber helst að geta gott rými í aftur sætum þar sem ekki þarf að færa framsætin framar fyrir stóra menn til að fá aukið fótarými aftur í. Þá er bíllinn það hár að fólk sest beint inn í bílinn í stað þess að setjast niður í bílinn eins og raunin er með 5-línuna og E-línuna hjá Benz.

Aftursæti eru með stillanlegu baki.

Útsýni um afturrúðu er takmarkað en góðir hliðarspeglar og bakkskynjarar bæta það upp að mestu.

Gott pláss er í skotti - og nokkuð auðvelt að koma 4 stórum töskum fyrir. Þar fyrir utan má leggja niður aftursætin fyrir stærri flutninga.

Sniðugur fídus.

Ljós í fölsum og hurðarhúnum að utanverðu.

300 ho ho undir húddinu.

Á þessu rúma ári sem bíllinn hefur verið í notkun þá hefur hann veitt manni mikla starfsánægju og staðist allar helstu væntingar. Hann vinnur vel og fer vel með farþega og bílstjóra. X-drive-ið virkar þrælvel í hálku og snjó og kemur almennt vel út á þessum stóra bíl og stenst allar kröfur. Ég, eins og fleiri, var ekki yfir mig hrifin af útliti bílsins þegar ég bar hann fyrst augum á mynd. En ég verð að segja að það álit mitt hefur breyst, því útlit bílsins venst mjög vel. Kannski vegur akstursánægjan það upp.

_________________
Jón Birgir
Mercedes-Benz C124 230CE '91
Renault Mégane II Sport Tourer '04
BMW E39 520i '99 (seldur)
BMW E28 518 '82 (seldur)
BMW GT