bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 12:54

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 64 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5  Next
Author Message
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 11:07 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
Æi þetta eru nú einhver mestu vitleysis rök sem ég hef heyrt, að þagga niður í fólki til þess að geri ekki hvort annað reiðara.

DV strokar nú þegar út comment sem eru skrifuð undir nafnleysi, og það er alveg feykinóg. Óþarfi að vera púlla einhverja Norður Kóreu á þetta þar sem eru bara ríkismiðlar sem segja hvað allt sé frábært og gott.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 11:20 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 00:36
Posts: 827
Location: Erlendis
Ég geri pistla Fartarans hér með bara að mínum eigin, ekkert við þetta að bæta.

Þetta þjóðfélag er að verða ansi skakkt, og maður hugsar sig vel um áður en maður ákveður hvort það sé vilji til að flytja á slíkann stað aftur...

Þessi innheimtumál eru svo annað, en það er á hinn bóginn ekkert séríslenskt fyrirbæri. Og þetta er svo alltaf sama tuggan, helv. aumingja dómararnir, dæmi svo illa/stutt/langt/whatever. Í þessu tilviki helv. lögfræðingarnir. Það er þörf á allskonar starfkröftum og störfum í þjóðfélögum, það eru til slúbbertar í öllum stéttum óháð öllu öðru, en það er ekki það sem málið snýst um.

Hvernig væri að horfa á rótina í þessu öllu og kenna henni um og breyta þar ef fólk vill breytingar. Löggjafarvaldið setur lög og eftir dæmi t.d. dómarar og lögfræðingar vinna vinnu sína.

Ég vona bara að hann Skúli lifi þetta af, það er alls óvíst...

_________________
e39 M5 Carbon Schwartz
Audi A3 "Sportback" 1.6 TDi Miljöpowah!
e9 CSA 1973


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 11:33 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Jun 2003 19:49
Posts: 1117
Location: Hafnarfjörður
íbbi_ wrote:
í þessu tilfelli áttfalldaðist skuldinn sem maðurinn átti að borga við að fara í gegnum innheimtufyrirtækið


Án þess að ég þekki málsatvik nægjanlega í þessu máli, þá getur það verið fullkomlega eðlilegt.

Samkvæmt fréttum þá skuldaði maðurinn brunatryggingariðgjöld en vátryggingafélagi er óheimilt að segja brunatryggingu upp vegna vanskila. Á móti þá hafa vangreidd brunatryggingariðgjöld ákveðna sérstöðu þar sem þau njóta lögveðs í eign sem þýðir að við nauðungarsölu eignar þá greiðast þau á undan hefðbundnum samningsveðum (íbúðarlánum) af söluverði eignar. Þar sem vátryggingafélagi er bannað að takmarka tjón sitt með því að segja brunatryggingu upp (og þarf því að una því að vangreidd brunatryggingariðgjöld safnist upp) þá getur verið nauðsynlegt fyrir vátryggingarfélagið að óska strax eftir nauðungarsölu á hinni brunatryggðu eign, vegna vanskila á iðgjöldunum, þar sem áðurgreindur lögveðsréttur gildir bara í tvö ár.

Bottom lænið er því það að við vitum ekkert í hverju þessi fimm- eða áttföldun á upphaflegri kröfu felst og það er öruggt að þetta rennur ekki allt í vasa innheimtufyrirtækisins. Hækkunin gæti verið tilkomin vegna áfallina dráttarvaxta, kostnaðar við fruminnheimtubréf viðkomandi tryggingarfélags, þóknun til stefnuvotts fyrir að birta greiðsluáskorun fyrir skuldara eða jafnvel tugþúsunda kostnaðar í ríkissjóð vegna nauðungarsölubeiðni sem síðar hefur verið afturkölluð.

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991

Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 11:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
ppp wrote:
Æi þetta eru nú einhver mestu vitleysis rök sem ég hef heyrt, að þagga niður í fólki til þess að geri ekki hvort annað reiðara.

Sérfræðingarnir eru þér því miður ósammála. Þjóðfélagsumræða sem réttlætir glæpi eða jafnvel stingur upp á þeim mun á endanum orsaka glæpi.

Fyrir utan það er enginn að tala um þagga niður í fólki, heldur að það sé ekki öllum opið að segja hvað sem er á miðlum sem eru opnir alþjóð og eru vinsælustu vefsíður landsins. Ef fólk hefur eitthvað gáfulegt að segja þá mun það fá tækifæri til að segja það opinberlega, en það þarf að vinna sér inn þann rétt.

Því miður fara síðan sumir algerlega yfir strikið með þann rétt eins og t.d. Þór Saari og Marinó Njálsson. Þeir voru fljótir að grípa publicity möguleikann á lofti og notfæra sér ófarir gerandans og mögulega dauða fórnarlambsins til að halda á lofti sínum sjónarmiðum og reyna að kenna anstæðingum sínum um það að þessi ákveðni aðili ætlaði sér að meiða "einhvern" lögræðing.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 11:59 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 12. Aug 2003 21:45
Posts: 1376
ég sé ekki að menn séu að réttlæta morðtilraun.
ég sé að menn tengja aðstæður í þjóðfélaginu við verknaðinn, er það fáránlegt?
erum við ekki að búa til meira ósætti en þarf, það hafa allir viðurstigð á verknaðinum, aðstæðum skuldsettra í hörðum innheimtuaðgerðum eru líka ömurlegar, sem getur ýtt undir allskonar ofbeldi.

_________________
'BMW, designed by Germans, driven by tossers' J.C.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:01 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
fart wrote:
ppp wrote:
Æi þetta eru nú einhver mestu vitleysis rök sem ég hef heyrt, að þagga niður í fólki til þess að geri ekki hvort annað reiðara.

Sérfræðingarnir eru þér því miður ósammála. Þjóðfélagsumræða sem réttlætir glæpi eða jafnvel stingur upp á þeim mun á endanum orsaka glæpi.

Fyrir utan það er enginn að tala um þagga niður í fólki, heldur að það sé ekki öllum opið að segja hvað sem er á miðlum sem eru opnir alþjóð og eru vinsælustu vefsíður landsins. Ef fólk hefur eitthvað gáfulegt að segja þá mun það fá tækifæri til að segja það opinberlega, en það þarf að vinna sér inn þann rétt.


"Sérfræðingarnir" þínir hljóta líka að sjá að spilling og white collar glæpir sem bitna á öllu samfélaginu, munu á endanum orsaka glæpi, þannig að hvernig væri að tækla það frekar? Það er rótin á þessu öllu saman. Þjóðfélagsumræðan sem þú ert svona hræddur við er bara einkenni.


Maður fer ekki að banna hósta svo að fólk fái ekki kvef.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
ta wrote:
ég sé ekki að menn séu að réttlæta morðtilraun.
ég sé að menn tengja aðstæður í þjóðfélaginu við verknaðinn, er það fáránlegt?
erum við ekki að búa til meira ósætti en þarf, það hafa allir viðurstigð á verknaðinum, aðstæðum skuldsettra í hörðum innheimtuaðgerðum eru líka ömurlegar, sem getur ýtt undir allskonar ofbeldi.


Bingo.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
ppp wrote:
fart wrote:
ppp wrote:
Æi þetta eru nú einhver mestu vitleysis rök sem ég hef heyrt, að þagga niður í fólki til þess að geri ekki hvort annað reiðara.

Sérfræðingarnir eru þér því miður ósammála. Þjóðfélagsumræða sem réttlætir glæpi eða jafnvel stingur upp á þeim mun á endanum orsaka glæpi.

Fyrir utan það er enginn að tala um þagga niður í fólki, heldur að það sé ekki öllum opið að segja hvað sem er á miðlum sem eru opnir alþjóð og eru vinsælustu vefsíður landsins. Ef fólk hefur eitthvað gáfulegt að segja þá mun það fá tækifæri til að segja það opinberlega, en það þarf að vinna sér inn þann rétt.


"Sérfræðingarnir" þínir hljóta líka að sjá að spilling og white collar glæpir sem bitna á öllu samfélaginu, munu á endanum orsaka glæpi, þannig að hvernig væri að tækla það frekar? Það er rótin á þessu öllu saman. Þjóðfélagsumræðan sem þú ert svona hræddur við er bara einkenni.


Maður fer ekki að banna hósta svo að fólk fái ekki kvef.

Sérfræðingarnir mínir eru líka þínir sérfræðingar, því að þeir eru sérfræðingar þjóðfélagsins.

Hvítflibbaglæpir bitna á samfélaginu, það er óumdeilt. Oftar á fleirum en ofbeldisglæpir, en áhrifin eru samt mun minni, hvítflibbaglæpamenn beita venjulega ekki ofbeldi, eða drepa aðra. Það má vera að dauði einhvers sé afleiðing aðstæðna sem mögulegur hvítflibbaglæpur leiðir af sér, en dæmin sanna það (aftur sérfræðingar okkar samfélags en ekki farsími Þórs Saari) að tíðni sjálfsmorða á Íslandi hefur ekki aukist. Hinsvegar þá er það bara þannig að ef menn segja statt og stöðugt að sjálfsmorðstíðni hafir aukist, jafnvel þó að þeirra tölfræði komi úr afturenda þeirra, má aftur benda á að slík umræða mun auðvelda öðrum að taka eigið líf, því að þá munu þeir finna réttlætingu fyrir aðgerðum sínum.

Í framhaldi: Án þess að ég sé að segja að menn séu saklausir/sekir fyrir hvítflibbaglæpi þá bið ég þig að benda mér á þá dóma sem sanna að slíkir glæpir hafi verið framdir. Ef það mun síðan koma í ljós að slíkir glæpir hafa verið framdir mun sammfélagið í gegnum dómstóla senda slíka menn í geymslu fyrir sín brot. Við munum ekki bjóða upp á það að almenningur fari og velji sér einhvern annan úr sömu stétt til að refsa.

Ef það er hægt að halda einkennunum niðri með réttum meðölum má koma í veg fyrir að aðrir smitist að óþörfu.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
bimmer wrote:
ta wrote:
ég sé ekki að menn séu að réttlæta morðtilraun.
ég sé að menn tengja aðstæður í þjóðfélaginu við verknaðinn, er það fáránlegt?
erum við ekki að búa til meira ósætti en þarf, það hafa allir viðurstigð á verknaðinum, aðstæðum skuldsettra í hörðum innheimtuaðgerðum eru líka ömurlegar, sem getur ýtt undir allskonar ofbeldi.


Bingo.

Það má vera að ykkar meining á að segja að þetta hafi ekki komið á óvart sé ekki sú sama og þeirra sem lesa þetta. Það er bottom line. Minn skilningur á því að eitthvað komi ekki á óvart þýðir að ég hafi í raun búist við þessu. Ég get ómögulega sagt að ég hafi búist við því að einhver sem skuldaði 10þúsund krónur í tryggingagjald myndi reyna að drepa starfsmann lögmannsskrifstofunnar sem innheimti skuldina, meira að segja eftir að samningar náðust um niðurfellingu skuldarinnar.

Hinsvegar eruð þið í raun að sanna punktinn minn, umræðan í þjóðfélaginu er orðin svo úrkynjuð og ýkt að fólk býst orðið við því að einhverjum finnist réttlæti í því að fara út og meiða einhvern.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
bimmer wrote:
ta wrote:
ég sé ekki að menn séu að réttlæta morðtilraun.
ég sé að menn tengja aðstæður í þjóðfélaginu við verknaðinn, er það fáránlegt?
erum við ekki að búa til meira ósætti en þarf, það hafa allir viðurstigð á verknaðinum, aðstæðum skuldsettra í hörðum innheimtuaðgerðum eru líka ömurlegar, sem getur ýtt undir allskonar ofbeldi.


Bingo.

Það má vera að ykkar meining á að segja að þetta hafi ekki komið á óvart sé ekki sú sama og þeirra sem lesa þetta. Það er bottom line. Minn skilningur á því að eitthvað komi ekki á óvart þýðir að ég hafi í raun búist við þessu. Ég get ómögulega sagt að ég hafi búist við því að einhver sem skuldaði 10þúsund krónur í tryggingagjald myndi reyna að drepa starfsmann lögmannsskrifstofunnar sem innheimti skuldina, meira að segja eftir að samningar náðust um niðurfellingu skuldarinnar.

Hinsvegar eruð þið í raun að sanna punktinn minn, umræðan í þjóðfélaginu er orðin svo úrkynjuð og ýkt að fólk býst orðið við því að einhverjum finnist réttlæti í því að fara út og meiða einhvern.


Nei það er ekki það sem amk. ég er að segja.

Það er ekkert RÉTTLÆTI í því að beita ofbeldi.

Það er getur hinsvegar verið orsakasamhengi á milli óréttlætis/yfirgangs í samfélaginu annars
vegar og þess að einhverjir snappi og beiti ofbeldi á dauða hluti eða lifandi. Í því að gera
sér grein fyrir því samhengi er ekki verið að viðurkenna réttmæti ofbeldisins.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Ég átta mig á því hver þín hlið er á þessu Þórður, auðvitað er þetta aaaaaaaaaalveg óafsakanlegt. Myndi aldrei detta í hug að þér eða Torfa eða öðrum finnist þetta réttlátt eða eðlilegt.

En af hverju heldur þú að maður "snappi?" Það er það sem ég er að reyna að koma mönnum í skilning um.

Eitthvað fuelar reiði hans, í þessu tilviki er frekar augljóst að það er ekki beint hans skuldamál því að eru baunir, hann er brjálaður út í lögmenn almennt mjög líklega vegna þess að umræðan í þjóðfélaginu er á þann hátt sem hún er. Hún elur á reiði og ranghugmyndum, að tala um eitthvað á einhvern hátt, sérstaklega af áhrifamönnum en einnig af fjölda breytir því hvernig menn meta orsök og afleiðingu.

Ég t.a.m. myndi setja orsakasamband á milli nýlegrar umræðu um fjármögnunarfyrirtæki/innheimtufyrirtæki og árás á starfsmann eins þeirra. Umræðan í kjölfarið var á þeim nótum að þessi félög væru ósvífnir glæpamenn, andlegir ofbeldismenn og margir sögðu þá að árásin á starfsmann Dróma (svo að ég segji nú bara nafnið, eða var það SP) kæmi ekkert á óvart sökum aðstæðna í samfélaginu.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Last edited by fart on Thu 08. Mar 2012 12:36, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:35 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
fart wrote:
Ef það mun síðan koma í ljós að slíkir glæpir hafa verið framdir mun sammfélagið í gegnum dómstóla senda slíka menn í geymslu fyrir sín brot.

Ég held að það væri nú eitthvað minna um reiði í þjóðfélaginu ef að það væri bókað mál að þessir pjakkar sem hafa hagnast ógurlega á spillingu og lagaflækjum yrðu dæmdir fyrir það. Fólk er bara að missa trú á því.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
fart wrote:


Í framhaldi: Án þess að ég sé að segja að menn séu saklausir/sekir fyrir hvítflibbaglæpi þá bið ég þig að benda mér á þá dóma sem sanna að slíkir glæpir hafi verið framdir. Ef það mun síðan koma í ljós að slíkir glæpir hafa verið framdir mun sammfélagið í gegnum dómstóla senda slíka menn í geymslu fyrir sín brot. Við munum ekki bjóða upp á það að almenningur fari og velji sér einhvern annan úr sömu stétt til að refsa.


Þetta er ekki alveg nógu ljóst. Soldið eggið og hænan í gangi.
Hvað ákveður að glæpur sé framinn? Framkvæmdin eða dómurinn?

Það þarf ekki nema skrifinnsku mistök saksóknara til að komast undan sakfellingu. Er það jafngildi þess að hafa þá ekki framkvæmt glæpinn?

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
gstuning wrote:
fart wrote:


Í framhaldi: Án þess að ég sé að segja að menn séu saklausir/sekir fyrir hvítflibbaglæpi þá bið ég þig að benda mér á þá dóma sem sanna að slíkir glæpir hafi verið framdir. Ef það mun síðan koma í ljós að slíkir glæpir hafa verið framdir mun sammfélagið í gegnum dómstóla senda slíka menn í geymslu fyrir sín brot. Við munum ekki bjóða upp á það að almenningur fari og velji sér einhvern annan úr sömu stétt til að refsa.


Þetta er ekki alveg nógu ljóst. Soldið eggið og hænan í gangi.
Hvað ákveður að glæpur sé framinn? Framkvæmdin eða dómurinn?

Það þarf ekki nema skrifinnsku mistök saksóknara til að komast undan sakfellingu. Er það jafngildi þess að hafa þá ekki framkvæmt glæpinn?

Það er allt önnur umræða Gunni, við verðum að vona að dómstólar séu almennt faglegir.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 14:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
ta wrote:
ég sé ekki að menn séu að réttlæta morðtilraun.
ég sé að menn tengja aðstæður í þjóðfélaginu við verknaðinn, er það fáránlegt?
erum við ekki að búa til meira ósætti en þarf, það hafa allir viðurstigð á verknaðinum, aðstæðum skuldsettra í hörðum innheimtuaðgerðum eru líka ömurlegar, sem getur ýtt undir allskonar ofbeldi.


Þú verður bara að afsaka, en já það finnst mér fáránlegt. Er ekki komið í ljós hversu lítið þetta mál tengist ástandinu í þjóðfélaginu. Ekki að það skipti máli því rökin standa engu að síður.

Það sem mér finnst undarlegt er að hægt sé að fordæma verknaðinn en senda á sama tíma þau skilaboð að skilningur ríki á ástæðunum fyrir verknaðnum. Það er nákvæmlega sú yfirlýsing sem er stórhættuleg.

Yfirlýsing um skilning á aðstæðum gerandans í þessu máli er alls ekki rétt leið til þess að bregðast við morðtilraun. Með því sendum við skilboð til annarra sem eiga mögulega um sárt að binda að verknaðurinn sé eitthvað minna en rangur.

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 64 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 12 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group