Málið er einfalt.
Núna yfir veturinn er ég í annarri vinnu þar sem að ég gat því miður ekki lifað í gegn um veturinn aftur á lágmarkslaunum. Vetramánuðirnir eru tekjulægstumánuðirnir. Auk þess er ég í fullu háskólanámi á kvöldin sem gerir það einnig mun erfiðara fyrir mig að svara öllum seinustu mánuðina. Einnig er verðskráin of lág, síðan 2009. Fólk var mjög duglegt að kvarta þegar ég hækkaði verðskrána 2009 og miðað við vinnuna sem ég legg í verkið þá er bara spurning um hvort að þetta borgi sig til lengdar.
Varðandi sumarið 2011 þá var ég með mann í vinnu sem ég þurfti því miður að segja upp þar sem að hann stóð sig ekki og olli mér miklum vonbrigðum. Því miður hafði það bitnað á nokkrum óánægjum kúnnum og ég verð því að biðja þá afsökunar ef ég hef ekki nú þegar gert það.
Og svo núna í dag. Hægt er að reyna að ná í mig í síma 8411101 eða 6995476. Einnig er hægt að senda tölvupóst á
glitrandi@glitrandi.is.
Ég mun reyna að svara öllum fyrirspurnum innann 24 klst.
Virðingarfyllst.
Ólafur Þór Magnússon