Jæja núna er tíminn kominn. Búinn að kaupa fullt fullt af dóti og er planið að fara á bíladaga núna í ár 2012
Ég var að fá nýja túrbínu eldheita frá Ameríkuhrepp. Þetta er split pulse Borg Warner S256 með 56mm compressor hjóli og 61 mm túrbínu hjóli, eins og hún er á myndinni þá er afgasið með AR 1.22 en ég er búinn að kaupa nýtt hús sem er AR 0.83 sem hentar betur.

Það sem verður gert núna fyrir sumarið.
Setja E36 stýrismaksínu í bílinn ásamt nýjum stýrisendum og spindlum, pólýfóðringar í allt að framan.
M50B25 swap með Arp studdum og msl pakkningu.
m20 260 gírkassa og m20 svinghjóli með 618 kúplingspressu og 6 puk kúplingsdisk, 944 brakebooster.
Split puse túrbógrein og BorgWarner S256 túrbína 3,5" downpipe
Turbosmart wastegate og Hks dumpventli.
Vems standalone með fult af fítusum.
Planið er að stækka bremsur en þar sem ég er með mikklar vangaveltur í þeim málum þá þarf það að bíða aðeins.
Enda ég sennilega að kaupa orgnal diska með einhverjum fínum klossum fyrir sumarið.
Bremsu pælingin mín sem er verkefni næsta veturs er 5x120 conversion/ bremsustækkun. 4 stimpla ál Brembo dælur af 735i og láta búa til 5x120 huba að framan velja svo diska við þetta sem eru nógu innarlega svo ég komi undir bílinn 17x8,5 et 13 með þessum bremsum eins og staðan er í dag þá hefur þetta ekki verið gert og því verðugt verkefni.
Þar sem bíllinn minn er með KW Variant 2 fjöðrun þá er ég ekkert að fara henda því úr fyrir eithvað rusl því ætla ég að láta búa til huba.
Að aftan verður að finna út hvaða 5x120 hubar passa með 17x10 et 19.
Felgurnar sem verða notaðar eru AC Schnitzer type I en ég lenti óvart í því að bjóða í þær á Ebay og var að fá þær í hús í gær.
Framfelgurnar 8,5" með 3" Lippi

Afturfelgurnar 10" með 3,5" lippi
