Það sem ég var að meina er helvítis neikvæðnin í Kristjáni alltaf.
Ok, byrjum t.d. á titlinum á þræðinum: "Einn tæpur á geði"
Halló, hvað er þetta annað en skítkast á eigandann?? Hefði verið hægt að orða þetta MUN smekklegar og ekki eins móðgandi. T.d. hefði Kristján getað sagt: "Einn verulega bjartsýnn" Titillinn er BARA móðgandi!
Ég meina, það kemur málinu EKKERT við að þetta skuli vera Toyota, málið er bara að þú getur ALLTAF fundið menn sem setja hátt verð á bílana sína. Hvort sem það er Toyota, Trabant eða BMW. En að vera að draga þetta inn á annað spjall og drulla yfir menn, það er BARA óþarfa dónaskapur og leiðindi....
Æji, vitiði hvað.. ég gæti skrifað ritgerð hérna um það sem mér finnst um svona menn.. en ég ætla bara að sleppa því. Nenni ekki að vera með meiri móral.
Og Kristján, það er gott að þér sé sama um hvað mér finnst um þig. Það hentar mér ágætlega, ert þó allavega ekki að væla í mér á meðan. 