Var að fá sendingu frá Schmiedmann fyrir þennan bíl,,,,
Hann er með endurskoðun út á tvo hluti sem þarf að laga.
1. Ójafnar bremsur að aftan.
2. Bensínleki
Ég komst að því að bensínlekinn var að koma frá gati á annarri járnpípunni á sender unitinu.
Það lak þar niður með bensínslöngunni og dropaði neðst af henni.
Einnig var ástæðan fyrir ójöfnu bremsunum þær að bremsudælan inn í skálinni h/m aftan var að leka.
Ég ákvað að kaupa nýjar dælur báðu megin að aftan ásamt gormasetti og nýjum boltum á skálarnar.
Ég á til út í skúr nýja bremsuborða sem fara í sömu leiðis.
Svo var það stóri bitinn, ég þurfti að kaupa nýtt sender unit í bensíntankinn, $$$$
Hérna eru myndir af dótinu sem ég fékk áðan,,,,,fer svo í það á næstu dögum að smella þessu í bílinn og fá 13 skoðun.
.jpg)
.jpg)
Nýjir boltar fyrir bremsuskálarnar sitt hvoru megin.
.jpg)
Ný gormasett báðu megin.
.jpg)
Nýjar bremsudælur báðu megin að aftan.
Ég átti til tvær nýjar dælur út í skúr en þær þurftu endilega að vera tvær tegundir í E28 skálabremsum.
Önnur týpan er í E21, E28 og E30 og er með 19mm stimpli.
En einungis E28 520i 81-84 og E28 524td allir eru með 20,64mm stimpli.
Það þýddi að dælurnar sem voru nýjar út í skúr voru 19mm og ég þurfti því að panta tvær nýjar með 20,64mm stimpli.
.jpg)
.jpg)
Nýja bensín sender unitið í bensíntankinn.
Original BMW partur, Schmiedmann pantaði það frá BMW en það var samt ódýrara hjá þeim en BL.
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
Hlakka til að geta komið þessu í sem fyrst, er ekkert búinn að geta unnið í bílunum mínum í viku vegna veikinda
