Held áfram að færa inn endurbætur á bílnum í minni eign í þessum þræði.
Fór að taka eftir því í síðustu viku að það var komið aukahljóð í mótorinn, svona hvinur sem ágerist með snúningshraða.
Byrjaði á að skoða viftukúplinguna var legan hrunin og handónýt. Skipti um hana og hljóðið í mótornum varð allt annað en samt ekki eins og það á að vera. Næst á dagskrá var að athuga með Alternatorinn þar sem ég grunaði hann jafnt og viftukúplinguna. Hann virðist hafa hafa verið sprautaður og allar merkingar löngu afmáðar svo ég varð að grafa upp typu númerið og hvort þetta væri 80A eða 90A útfærslann.
Samkvæmt realoem þá er þetta 90A Alternator
BMW partanúmer: 12 31 1 726 602
Bosch partanúmer: 0 120 469 779

Fékk varahluti í Ljósboganum:
Legan framan: 6303
Lega aftan: 6201
Slípihringi
Spennustilli/kol
Varahlutakostnaður c.a 5 þús.
Reimar í N1:
Alternators: 10X970
Vökvastýri 10X825
Varahlutakostnaður c.a 4.5 þús.
Fékk reyndari mann en mig til að skipta um slípihringina þar sem ég vissi að það er smá vesen og svo renna létt yfir hringina í bekk.
Set inn myndir ef það yrði einhverjum hvatning.







Þarf ekki að taka það fram að bíllinn er flottur eftir þessa aðgerð.
_________________

E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter