agustingig wrote:
srr wrote:
gardara wrote:
Ef þú finnur e30 undir 300þús þá geturðu alveg búist við því að þurfa að punga einhverjum upphæðum út í viðhald

Eins og einn góður vinur minn orðaði þetta,,,,,
"300 þúsund kr. er í dag nýji 25 þúsund kallinn"
Lesist (verð 2012 vs verð 2007)Haha,, Gæti ekki verið meira satt! Þegar þetta e30 rusl var á hverju strái.. Alltaf að poppa inná kraftinum og barnalandi á hundraðkall og undir.. Good times! hahaha
Ekki bara E30, hvaða bílar sem er. Eldgamlar og óspennandi Corollur eru með ásett frá 270 og upp í 320þús í semi standi. Fara alveg upp í og yfir 400þús í góðu standi.
það eru eiginlega engir bílar sem eru fara á undir 270-300þús í dag. Þetta eru bílar sem væru að fara á 25-70þús árið 2007. Meira að segja ónýtir parta bílar slaga í 100þús í dag.
Enda líður manni eins og maður sé að verða blankur ef maður á bara
30þús eftir út mánuðinn. Þetta dugar ekki neitt í dag.