lc120 er frábær bíll sem slíkur, og miklu nær því að vera ennþá jeppi heldur en þýsku bílarnir. og notagildið sem hann býður uppá er bara á öðru leveli,
þeir eru þekktir fyrir þetta skopp á malarvegunum, en þetta á við um mjög marga jeppa, og þarf að skipta um dempara í þeim til að fá þá til að hætta þessu.
mér finnst fyndið að sjá menn tala um bilanatíðni í cayenne og ráðleggja svo mönnum að fá sér discovery í staðinn
nú er ég ekki að segja að cayanne bili lítið, því það gerir hann ekki, en það gildir alveg jafn mikið um land rover. og að minni reynslu af dæma af þessum lúxus jepplingum, sem er reyndar alveg nokkur og hef ég útskýrt þær betur hérna áður, þá mauk bilar þetta allt, sérstaklega loftpúðafjöðrunirnar, ásamt almennu rafmagnspikklesi og í sumum tilfellum sjálfskiptingaveseni og flr í þeim dúr, las á kraftinum hér að e-h RR loftpúðafjöðrun væri solid, og ætla ekkert að þræta fyrir það. en það stemmir enganveginn við mína reynslu, 3 vouge bílar sem ég hef verið innan um til lengri tíma hafa allir lent í sama veseninu með púðana að framan, og ég heyrði mikið af þessu þegar ég vann hjá fyrirtæki sem seldi talsvert magn af þessum bílum.
ef ég væri að kaupa mér bíl úr þessum flokki, þá myndi ég fá mér touraeg, ekki af því að hann er bestur af þeim, heldur af því að hann er alveg á pari við annað í þessum flokki, og náskyldur cayanne (systurbílar) og yfirhöfuð gríðarlega þægilegur lúxusbíll, en fæst á hlægilegum verðum í dag, 03-04 bílarnir eru mættir í 1800-1900 og uppúr, þá v6 og hinir fylgja fast á eftir, og allavega tveir v10 diesel til sölu á afar góðum prís, eftir að hafa prufað slíkan bíl get ég hiklaust sagt að það er mjög sérstak apparat, þó ég myndi ekki vilja lenda í viðhaldi í kringum mótor