Angelic0- wrote:
Finnst líka pínu steikt að Ingó / Gunnar hafi borgað fyrst en fái samt að vera #2 í röðinni...
Hvaða speccar verða á þessum mótorum þegar að uppi er staðið var allt komið á hreint

Er btw búinn að lesa þráðinn en finnst þetta vera svona hrærigrautur e'h fram og til baka

ég get ekki búið í hliðlægri tímavídd þar sem að ég var ekki busy með skóla, flytja, vinna og Sveins bíl allt 2011 og því stallaðist þetta.
Þeir verða í raun á sama tíma held ég bara þar sem að ég er kominn með tvo bíla núna.
Split pulse bottom mount verður ekki svo mikið vesen þar sem að runnerarnir verða í styttri kanntinum
3ms hleðslutími er réttari tími á m50 keflum btw. Báðar S50 vélarnar sem ég hef tjúnað hafa runnað það og aldrei misfirerað.
ég á von á cirka 1.5-1.6bar boosti til að ná 500hö, cirka 1.3bar boost til að ná 420lbs tog í low endinu, þannig að það verður svo stígandi boost eftir um 4250rpm til að viðhalda power aukningunni nógu vel. Það þarf einnig meira boost því ég breyti knastása tímanum rétt aðeins cirka 15gráður flýtari inntaks ás.
Eins og svo margar M50 útí heimi þá verður þetta stock stimplar og stangir með ARP studdum og MLS pakkningu til að ná 500hö. Sama nær 600whp (samkvæmt svíunum) í einhvern tíma enn svo bráðna stimplar, þannig að minna gefur nægt svigrúm til endinga. Non vanos þjappann fer næstum niður í 8:1. Ég fékk skilaboð um daginn frá einum sem tjúnaði 100% stock M50 í 570hö með E85(stock stimplar, stangir, heddpakkning, heddbolta), þannig að þetta gengur eingöngu útá hita að þær faili. Hann lyfti heddinu samt í meira poweri enn þetta þannig að hann ætlaði að skipta um heddbolta áður enn hann gerir nokkuð meira.
Ég er mjög ánægður hvað Danni og Gunni hafa verið spakir með þetta, enn þeir fá þá pakka sem inniheldur meiri reynslu og þekkingu fyrir vikið og verður því betri.
Ég ætla einnig að setja þrýstings mæli port útum allt. mæla þrýsting
rétt fyrir turbo
eftir turbo
eftir intercooler
eftir throttle body
pústgrein
downpipe
crankcase
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
