Ekki búinn að setja nein met nýlega, enda var desember ekki mjög góður mánuður. Fyrst próf og svo jólin þannig að æfingar og mataræði var í bullinu.
Er farinn að einbeita mér meira og meira að olympískum lyftingum, finnst það skemmtilegast. Ætla að halda því áfram og taka einstaka CF æfingar með.
Er með háleit markmið fyrir þetta ár en fyrsta markmiðið er að koma líkamsþyngdinni niðrí ca 92-95kg. Ég er 104kg núna. Þetta ætla ég að gera með því að prufa IF (intermittent fasting) og útgáfan sem ég ætla að prufa kallast 16/8 en þá fastar maður í 16 tíma og borðar í 8 tíma. Ef einhver vill kynna sér þetta chékkið þá á þessari síðu, mikið af upplýsingum um þetta hér:
http://www.leangains.com/2010/04/leangains-guide.htmlHvort þetta virkar fyrir mig veit ég ekki en ég veit að ég hef prófað nánast allt. Fyrstu 25kg voru easy og flugu af á no time. En er síðan búinn að vera 100-105kg og ekkert breyst. Að vísu hefur mataræðið ekki alltaf verið 100% en oftast hefur það verið OK með smá binging hér og þar en alltaf hef ég verið að æfa 5-7x í viku.
P.s. er ekki búinn að borða neitt síðan kl. 3 í gær nema hámark og banana eftir æfingu um kvöldið og mér líður samt nokkuð vel. Kemur í ljós hvort maður missi einhver kg eða hvort maður krassar bara feitt
Ef að menn eru í þokkalega flottu standi en vilja missa nokkur kg án þess að missa mikið af vöðvum þá á þetta að vera mjög sniðug aðferð. En ef þú ert spekaður og þarft að missa helling af kg þá er þetta kannski ekki leiðin.