Alpina wrote:
Tek undir með Ingvari í mörgu þarna

Svo við byrjum á f10 M5, þá hef ég haft þannig til afnota í sólarhring eða svo og það er svo sem frá mörgu að segja. Powerið er svakalegt og allsstaðar. Sándið er lítið, pústar vel jú en engine sound er lítið, ef hækkað er í græjum er súper sánd, ef slökkt er á græjum er ekkert sánd... ekki kúl finnst mér. Mér finnst hann persónulega illa heppnaður útlitslega séð, fullt af mjög tacky og ljótum fídusum og fiffum á honum að utan, ristarnar... Að innanverðu hinsvegar er hann alveg osom þó stór sé.
Fékk svipaðann fílíng við að keyra þetta og við að keyra f10 550i, bara í stærra formati, meira power, meira af öllu en samt jafn niðursoðið, vantar fílínginn. Soldið sami fílíngur og að keyra X5M, á vissann hátt.
Persónulega keypti ég alltaf e90 M3 í staðinn, ekki spurning, hef n.b. keyrt hann slatta líka.
Persónulega keypti ég reyndar alla daga miklu mun frekar Porsche 991, sá bíll er bara geðveikur, hef keyrt Carrera S bíl og það er fullkomnun! Og bílstóllinn passar aftur í hann, búinn að máta!
Já, oft finnst mönnum hlutir æði bara af því þeir eru nýjastir. En varðandi nýja BMW-a er erfitt að komast hjá ljótleikanum.
- 100 bíllinn er hræðilegur, það finnst öllum, skríbentum sem leikmönnum og sölumönnum BMW.
- 300 er svo sem í lagi, en ekki fallegur samt IMO.
- f10 finnst mér alls ekki fallegur, stór og klunnalegur og ekki flottar línur í honum.
- 700 er voldugur og flottur finnst mér.
- X1 er hræðilegur
- Nýi X3 er svo sem í lagi, sem og X5 ef menn fíla þetta á annað borð,
- X6 er hrein hörmung
- 600 bíllinn er svo sem lala, getur verið flottur í Imola með m sport, en alltof dýr
- Og 600 GT finnst mér arfaljótur, ég minnist ekki einu sinni á 500 GT bílinn...
Ég hef btw séð alla þessa bíla margoft, keyrt marga þeirra og haft þetta fyrir augunum lengi.