Dóri- wrote:
bebecar wrote:
Það vantar ekki getuna í þetta en útlitslega er þetta bara eitt það versta sem ég hef séð frá BMW... og hann er enn verri up close en á myndum!
er þetta ekki nákvæmlega það sem sagt var um E60 og E65 og núna eru E60 bara þvílíkt flottir, mér finnst þessi bíll geðveikur og er langflottastur í sínu heimalandi. Þetta er svona "design" sem þarf umhverfi, eins og að draga kind inní stórborg væri skrítið.
Ekki hvað mig varðar. E60 hefur lengið verið í uppáhaldi hjá mér. Annað en E39 sem er bara venjulegur og er það enn (sem er gott þegar bíllinn er orðin þetta gamall)... en þetta er bara allt annað mál. Bíllinn er beinlínis ljótur og hefur ekki séreinkenni eins og fimmurnar hafa venjulega haft (meira að segja E39). Nýjasti M5 er eins og hann hafi verið hannaður af nefnd.
Þó vil ég segja eitt, bílar sem virka ekki vel á mann alveg í blá byrjun geta hinsvegar "gróið" á mann. Gæti alveg gerst með þennan. Svo er það venjulega ekkert issue fyrir mig þó bíll sé ljótur...

Þetta fer einhvern veginn í mig þar sem maður bjóst við betra frá BMW. Nýi ásinn er t.d. alveg verulega ljótur, Nýi GT bíllinn er skelfilegur og þetta er óheillaþróun að mínu mati. Eflaust eiga þeir eftir að selja helling af þessu fyrir vikið.
Munið að 20 milljón kaupendur geta alveg haft rangt fyrir sér.