Þetta mjakast... andlitið komið á fyrir utan stuðarann sem er quicky. X-brace og jafnvægisstöngin og þá er framendinn undir klár. Svo á ég eftir að setja stefnuljósin í, þarf að mixa tengi farþegamegin og svo tengið fyrir upp/niður mótorinn á ljósið bílstjóramegin. Ég hef ekki náð að sinna þessu eins og ég reiknaði með, auk þess sem að mig vantar nokkra hluti frá BMW sem ég ætla að skipta út.
Mér gekk herfilega að lofttæma kúpplingsþrælinn, fyrst kom vökvi í bland við loft en svo hætti alveg að flæða. Ég reif þrælinn því úr og hann lítur út fyrir að vera orðinn vel þreittur. Þetta er ekki dýrasti parturinn þannig að ég keypti nýjan þræl og hann fer í á morgun. Eru einhver trix annars við að lofttæma svona. Ég er með vacume könnu og pressu, þannig að þetta ætti að vera easy.
Pústið á svo eftir að fara undir. Ég pantaði nýja bolta, rær og skinnur en eitthvað hefur BMW klikkað því að skinnurnar vantar og þær eru lykilatriði til að ná pústinu auðveldlega af þar sem að það kemur saman við downpipes. OEM hvarfinn fer undir en ég var að skoða hann áðan og það er veruleg þrenging í honum þar sem að framan og spurning hvort að ég get unnið þetta eitthvað niður, þetta virðist mestmegnis vera suður. Lítur allavega ekki vel út hvað performance varðar.
Andlitið komið á, ný framrúða á morgun.

Ég dundaði mér vel við að ganga frá köplunum, og nú er þetta eins OEM og það getur orðið. Allar snúrur sæmilega faldar og svo Vacume slangan í gengum lokið þannig að ég get lokað þessu alveg og gert það vantsþétt. Gamla Aircon dæmið pirrar mig, er með duct-tape á því núna en þarf að finna varanlega lausn.

Svo gekk ég vel frá catchcaninu, festi það með custom bracketi við framendann, boraði í inntak "pre-turbo" og setti nippil. Nú andar catchcanið í inntakið eftir KN en fyrir Turbo, verður ekki mikið betra.


Svo notaði ég tækifærið og skar aðeins úr innra brettinu (smá úr horni) fyrir 3" lagnir þar sem ég var nú að mála þetta. Það sés illa á myndinni en áður lágu þessar pípur þétt uppvið ljósið, núna er nóg pláss.

Shortshifterinn virkar vel á mig, mun minna throw og skiptirinn er líka lægri. Er vel spenntur að testa þetta í akstri.


Svo er búið að fylla á bílinn með eðalvökvum
