Jæja.. live and learn sagði einhver. Nú er ég búinn að glæra yfir með hálfmöttu og þetta er vel matt. Í raun er það betra þar sem að glansáferðin sýndi alltof mikið ýmsar misfellur í innri brettunum og ég hefði þurft að eyða miklum tíma í undirvinnuna ef ég hefði átt að vera sáttur við glansið.
Hinsvegar er þetta eiginlega aðeins OF matt, en samt mjög svipað því sem var OEM. EINA böggið núna er að þetta er hrikalega viðkvæmt fyrir rispum, og þegar þetta rispast þá kemur glans rispa
Það verður því ekki bæði haldið og sleppt í þessu eins og mörgu öðru. Ég er aðeins byrjaður að henda köplunum niður, setja smellur og dót og þá kemur smá mynd á þetta.
Þetta virkar pínu grátt á myndunum, líka vegna þess að 500Watta lamparnir eru vel bjartir. Reyndar eru myndirnar alveg stórfurðulegar, spurning hvort að glæran dregur svona í sig flashið og magnast upp??
Þetta er aðeins eðlilegra á þessari mynd.
Hugsanlega hefði verið gott að hafa þetta eins og það var í morgun áður en ég setti glæruna yfir aftur, en það verður ekki aftur snúið núna. Reyndar pirraði mig svakalega hvað undirvinnan hjá mér var léleg og glansinn át það allt upp.
En GLEÐILEG JÓL
Sven