///MR HUNG wrote:
Poly í hjólabúnaði og Poly í mótor......Ekki allir svona vel græjaðir
Haha, gott að einhverjum er skemmt, en þetta lítur bara illa út...
Ef ég lít framhjá klúðrinu með að setja olíuöndunina í hringrás, sprengja út ventlalokspakkninguna og ausa olíu yfir mótorinn, turbos, downpipesvafningana, gírkassann og botninn þá er langt frá því að bíllinn hafi verið tilbúinn og þess heldur í betra standi en hann var.
Tvær pakningar vantaði á aftari bínuna sem var bara aðgengilegt ef mótorinn fer úr.. Óafsakanlegt með öllu að mínu mati að setja mótorinn í á sínum tíma án þessara pakninga.
Gamlir o-hringir á inntakinu og einn vantaði þannig að það lak greinilega boost þar.
Pústið laust undir bílnum, bæði gúmíin sem halda miðjunni rifin
5-6 boltar forskrúfaðir á ventlalokinu
Ristin yfir miðstöðinni mölbrotin
Hlerinn á kassettutækinu brotinn (wtf is up with that)
Ótrúlega mikið af pakningakítti utaná mótornum
Þessi brúna drulla á blokkinni, já og málningin farin að flagna all svakalega af..
Ein felga illa köntuð
Og svo verkfærasettið tómt, en Gunni ætlar að senda mér það.
Fyrir utan það að bíllinn var tiltölulega nýmálaður að framan og í frekar góðu útlitsstandi þar, en er nú massa rispaður Á frambrettum, húddi, grilli og framatuðaranum.
Þetta er ömurlegt að lesa, bíllinn búinn að vera hjá manninum síðan í maí og fá hann svo svona til baka