bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 17:08

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 04. May 2004 23:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan BMW til að halda uppá það að konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin.

Hmrmff... þeir ná mér aldrei á BMW og hann gaf í... og gaf aftur í .. Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að mér?" ...hægði á og keyrði út í vegarkantinn.

Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn:

"Þetta hefur verið langur vinnudagur" sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn"

Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks:

"Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var skal ég segja þér svo hræddur um að þú værir að skila henni"

"Góða helgi" sagði löggan

..................................................................................................................................

Eldri hjón lágu í rúminu kvöld eitt. Eiginmaðurinn var við það að sofna, en frúin var í rómantísku skapi og vildi spjalla.

Hún segir: " Það var nú sá tími að þú varst vanur að halda í höndina á mér þegar við fórum að sofa"

Samviskusamlega rétti hann höndina yfir til hennar augnablik og reyndi svo að sofna á ný.

Nokkru seinna segir konan; "Svo varstu vanur að kyssa mig"

Svoldið pirraður beygði hann sig yfir hana og smellti einum á kinnina konu sinni sneri svo bakinu í hana og reyndi enn á ný að sofna.

Mínútu seinna segir hún; "...og svo varstu vanur að bíta mig í hnakkann..."

Reiðilega sviptir eiginmaðurinn sænginni af sér og æddi fram á bað.

"Hvert ertu að fara?" spyr hún.

" Nú, að ná í tennurnar!!!"

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 04. May 2004 23:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Virkilega gott 8) 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 04. May 2004 23:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Alpina wrote:
Virkilega gott 8) 8)


Tek undir það, sá efri að vísu :repost:. ;)

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 16 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group