bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 16:53

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 12. Dec 2011 17:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
setti þetta hér þar sem tæknihornið er fyrir BMW,

er í frístundum búnað vera endurlífga opel skutvagn fyrir frúnna,

keypti bílinn með mikið biluðum mótor. og reif hann í spað og lagaði. setti aftur saman og allt í góðu með það

hinsvegar þegar það kom af því tíma hann inn, þá rak ég augun í að s.k öllum uppls sem ég hef fengið (I.H og flr) þá koma bílarnir með tveim týpum af reimahjólum á kambásunum, og miðast upplýsingarnar alltaf við að bíllinn sé með aðra hvora týpuna. merkin eru öðruvísi og önnur týpan með tvö merki en hin eitt

bíllinn hjá mér hinsvegar er með báðar týpurnar, eða sitthvora á sitthvorum ásnum. sem gerði það að verkum að það var happa glappa hvort merkið gengi saman,
þetta er mjög tigth mótor og ekki hægt að snúa honum nema hann sé réttur eða mjög nálægt því þar sem hann er með flattop stimplum og mjög lítil port og rekur ventlana mjög auðveldlega í.

eftir að hafa sett mótorinn á TDC (toppstöðu) og á merki á kömbum þá prufaði ég að snúa mótornum með hanndafli, sneri honum marga hringi m.a til að fá reimina til að setjast, og það kom ekkert athugavert fram við það.

þegar ég svo starta mótornum, þá rauk hann í gang á fyrstu snúningum en afar illa og svo virtist hann slá saman(BANG málmhljóð) og pústaði út um throttle boddyið. og sló greinilega á móti
þegar þetta skeði þá athugaði ég strax hvort hann hafi nokkuð' hoppað á reimini sem hann gerði ekki, prufaði að snúa mótornum og það var í fínu lagi. svo reif ég allt ofan af heddinu, kambása,undirlyftur, tók úr honum kertin og lýsti niður í á stimplana, það virðist enginn skaði hafa orðið á ventlum, og það sem ég sé af stimplunum ber ekki merki um mikið högg, ásarnir smella vel og ekkert virðist hafa skemmst. þjappar eðlilega

þarna var augljóst að bíllinn var kolvitlaus á tíma. mín ágiskun er að hann hafi slegið saman á einum cyl, en þar sem það er doblun á milli crank og cam þá hafi hann geta snúist áreynslulaust áður en hann sló í. hinsvegar finnst mér að hann hefði þá einnig átt að gera það þegar ég handsnéri mótornum.

þá stilliti ég bílin aftur á tíma. á hinum merkjunum. og setti reimina aftur á og prufaði að snúa mótornum, og flr pretjekk og allt kom vel út, þannig að ég starta, þá startar bíllinn mjög smooth og betur en á hinum merkjunum en fer hinsvegar ekki í gang, heldur startar bara eins og hann fái ekki bensín eða neista. heldur snýr bara og snýr án þess að nokkuð gerist.

ég tel mig nú ekki deyja alveg ráðalausan, og er búinn að brainstorma ansi vel, og búinn að ath þónokkra hluti

bíllinn fær bensín, það er fullur þrýstingur á railinu, og hann bleytir kerti
hann neistar, og hann neistar þegar að viðkomandi stimpill er í toppstöðu ég athugaði þetta á öllum stimplum.
það er bensín á bílnum
þegar ég tek kertin úr þá er reykur ofan í brunahólfinu, og lyktin bendir til þess að einhver bruni eigi sér stað

mig grunaði þá jafnvel cam shaft sensor, en fyrrnefnt neistapróf sýnir fram á að hann er að virka.
þar sem að bíllinn rauk í gang í fyrstu tilraun áður, þá er mótorinn rétt tengdur að ég myndi halda
þar sem ég var einn að setja reimina á í seinni lotuni, þá var illmögulegt að ná honum hárrétum á TDC, honum skeikar um eina tönn, en ætti að ganga fyrir því

þar sem ég var orðinn búinn að tjékka á flest öllu, þá áhvað ég að gamni að prufa að setja bílin aftur á hin merkin, og sjá hvort hann myndi allavega sprengja. þar sem hann gerði það upprunalega. þá til að útiloka að hann væri ekki bara sprengja ekki þegar hann væri á hinum merkjunum, (bíllinn er með ignition module og cam sensor, engin kveikja)

gerði það svo. og hann eins og áður fékk pústið í gegnum soggreinina. sló reyndar ekki saman eða neitt slíkt, en augljóslega rangur á tíma, en ólíkt fyrri tilraun þá sprengir hann ekki.

þannig að, hann virðist ekki sprengja, eða í það minnsta afar lítið, fær samt bensín og neista. er réttur á tíma. og mótor að mér best vitandi rétt tengdur

eitt sem ég hef ekki gert er að lesa hann og eyða út villukóðum, eða það logar check engine ljósið síðan hann fór í gang. en verandi bara með normal obdII rafkerfi þá sé ég ekki fyrir mér að hann láti svona vegna þess.

er búinn að deila þessari reynslu minni með tæknimanni opel hjá umboðinu, og hann var nú bara sammála mér að þetta væri algjör hausverkur og var ekki viss um hvað gæti verið að valda.

þannig að vélarhvíslarar, endilega brainstormið með mér :mrgreen:

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 12. Dec 2011 17:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
TL;DR.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 12. Dec 2011 17:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Er þetta mótorinn sem þarf að tíma inn vatnsdæluna?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 12. Dec 2011 18:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
hann heitir XE20XEV, 2.0l 16v

vatnsdælan er knúinn af tímareimini, en veit ekki til þess að svo sé? kemur ekki fram í opel wis

en eitt veit ég, að þetta er með leiðinlegri mótorviðgerðum sem ég hef tekið að mér, öll tengi á lúminu eins nánast, og margt mjög furðulegt, þarf að rífa úr honum mótorpúða til að koma viftureimini á og margt flr skemmtilegt.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 12. Dec 2011 19:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 13. Oct 2005 17:35
Posts: 1721
Location: 1 2 Selfoss
Hvernig er þessi mótor ventlastiltur?

Mér dettur í hug að hann hafi verið réttur á tíma í fyrri samsetningunni en sogventlarnir staðið örlítið opnir. Það útskýrir reyndar ekki glamrið.

Bara smá brainstorm :)

_________________
Sigurður Rúnar Rúnarsson

No guts, no glory


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 12. Dec 2011 20:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Hef ekki hugmynd hvernig það skiptir máli en það er eitthvad issue að vatnsdælan rr á tíma. Einhver forstrekking á henni og getur gert eitthvað shit.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 12. Dec 2011 23:01 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 06. Jun 2003 00:14
Posts: 288
Það er best að taka ventlalokið af og skoða stöðuna á knastásunum.
Oftast eru vélar tímaðar inn þannig að cyl #1 er að neista.
Þá á cyl #4 að vera klára að loka pústventlum og byrja að opna sogventla.
Þú ættir að finna út að eitthvað merkjunum passar við þetta.

_________________
Image Allar almennar bílaviðgerðir 694-3035 Bilavaktin@gmail.com bv.is
- Cadillac CTS-V - Nissan 300ZX TT - 2004 E46 320d Touring -


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 12. Dec 2011 23:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég hef einmitt alltaf getað reddað mér á að raða inn eftir knöstunum

eins og hann var á fyrri merkjunum þá var hann að opna/loka á cyl4 á merkjum, og þarf að nota lás á hjólin til að halda þeim,

kveikjuröðin á mótornum er 1-3-4-2, 1 og 2 eru í toppstöðu og miðjustimplarnir alveg niðri

útaf því að mótorinn sendi pústið upp í gegnum soggreinina, þá datt mér í hug hvort það gæti verið að ég hefði nokkuð víxlað ásunum óvar þegar ég skrifaði á þá,
ég hafði skrifað partanúnmerin á þeim á blað. og þegar ég kíkti á blaðið stóð þar akkurat andstæðan við það sem ég hafði skrifað á ásana. ,
þetta grunaði mig að gæti nú verið ástæðan fyrir því að bíllinn er að opna sogventil á þjappslagi, og víxlaði ásunum,
þá lýtur það þannig út að cyl1 er í toppstöðu og ásinn er að byrja opna sogventla, cyl4 á þá ca 90° gráður í opnun á sogventlum

ég fann LOKSINS mynd af öðrum svona mótor með sitthvorja týpuna af hjólum. og s.k þeirri mynd þá var þetta rétt hjá mér í upphafi. sem er skrítið því ég prufaði að setja hann aftur á merki soleðis og þá virðist hann opna ventil á þjappslagi og ýtir því upp í gegnum soggreinina.

þegar ég var búinn með tilraunastillingu áðan, þá prufaði ég að lýsa ofan í kertagötin og sá að það er allt löðrandi í bensíni ofan í cylindrunum, það er fínn neisti en kveikir hinsvegar ekki í því. prufaði að tengja þræðina vitlaust til að sjá hvort hann myndi slá á móti eða ég sæi einhverja breytingu, en svo var ekki

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Dec 2011 00:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég er reyndar alls ekki viss um að mótorinn hafi slegið saman, því að það er eiginlega ómögulega hægt nema hann hafi hoppað til um ansi margar tennur og svo akkurat hoppað um jafn margar til baka,

hann en eitthvað var þetta hinsvegar,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Dec 2011 00:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Hvað gerist ef þú tekur spíssanna úr sambandi og startar? næst einhvern gangur með öllu þessu bensíni eða er ekkert viðbragð.

Svona vél mun ekki endilega þurfa knastása skynjara til að runna.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Dec 2011 17:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Nonni Bras er eflaust kunnugur svona mótor

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 14. Dec 2011 01:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
eins og ég sagði áður þá var það komið á hreint að mótorinn var réttur á tíma upprunalega í fyrsta starti,

hann er kominn aftur á það set up, en lætur hinsvegar illa, næst varla í gang, gengur stutt og illa, og lætur almennt eins og hann sé rangur á tíma.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 15. Dec 2011 00:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
jæja ég er búinn að koma bílnum í gang. ekkert skrítið að þetta hafi verið hausverkur þar sem það virðist sem að háspennukeflið(ignition module) í bílnum hafi bilað í millitíðini frá því að ég reif mótorinn og setti hann saman :roll:

það sem var að gerast var að mótorinn var að neista á kolvitlausum tíma á allavega tvo cyl, á annan þegar hann var að draga inn, og því kveikti hann á meðan sogventill stóð opinn, og svo á annan þegar hann far rétt byrjaður að þjappa og því sló hann svona hressilega á móti, ég náði mótornum í gang eftir smá pælingar með þræðina, en þeir eru kolvitlaust raðaðir þótt að bíllinn gangi, og vélarljós logar og bíllinn fær ekki tach signal, sem hann gerir samt þegar það tengt eins og það á að vera s.k opel

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group