rockstone wrote:
en ef vélin er hituð án þess að vera í gangi, þá væntanlega þurrkast hún upp, því engin olía er að fara um vélina. Og því eykst slit þegar hún er sett í gang, t.d. legur og svona?
Ég hef einmitt heyrt þessar pælingar með að vélin þurrkist upp þegar webasto er notað, gef ekki
mikið fyrir það. Hvað gerist þá þegar drepið er á mótor sem náð hefur fullum hita, hann hlýtur þá
að þurrkast upp á meðan hún kólnar.
Omar_ingi wrote:
Bíddu nú rólegur með þetta, í fyrstalagi hvað er Webasto að hita vélina mikið!? þarf væntanlega svoldin hita til að þurrka vélina upp er þaggi?
Þetta er þriðji veturinn sem ég nota webasto dagsdaglega og eftir 20-30 mín í gangi (fer eftir útihita) hefur kælivatnið ná 60°c. Þetta er algjör snilldar búnaður sem ég mæli eindregið með

Er núna á diesel bíl og þvílíkur munur á ganginum í vélinni þegar fíringin hefur verið notuð, miðað
við að nota hana ekki. Miklu þýðari frá fyrsta snúning.