Loksins búið að leysa eitt vandamálið.
Hérna sést fyrst hvernig þetta var eftir smá trigger breytingu.
Það sést hvar missing tooth er á crank triggernum (stóru bilin á bláu línunni). Svo sést knastása skynjarinn á rauðu.
Vandamálið var þar sem að það er langur kafli cirka fyrir miðju á rauðu, spennan er í raun að detta niður fyrir 0v sem triggerar kubb (650ms) í tölvunni og hann sendir svo örgjörvanum merki um tönn, þetta merki er að koma akkúrat á svipuðum tíma og merkið sem ég vildi í raun (280ms) og tölvan ruglast því á hvort merkið er hvað.
http://myndasafn.bmwkraftur.is/v/medlim ... ewsIndex=1Eftir að hafa fittað Hall skynjara þá fær tölvan svona merki. Tennurnar sem voru teknar (2 af 8 ) hafa myndað þessa fínu tönn. Hún sér ekki einu sinni hinar tennurnar því raun voru þær ekki tennur heldur bil, sem gerir þetta aðeins erfiðara að deala við. Ég segji svo tölvunni að eftir eitt stór bil þá muni vera fallandi merki sem gefur til kynna hvar knastásinn sé (420ms). Ég náði ekki að klára að breyta tölvunni í að skilja Hall skynjara þannig að ég gat ekki testað hana.
Stærri myndir í linknum
http://myndasafn.bmwkraftur.is/v/medlim ... ewsIndex=1Það sem er hægt að læra af þessu er að skoða seinni myndina sýnir hvernig það er eitt knastása merki fyrir hver tvö sveifarás merki, þ.e fyrir 120 tanna bil (í raun bara 116tennur total) frá sveifarásnum er bara eitt knastása merki, þetta lætur tölvuna vita á hvoru slaginu vélin er og hún getur runnað sequential innspýttingu og kveikju og controllað vanosinu no problemo.
Vanosið færist um 42gráður og þar sem að hver sveifarás tönn er 6 gráður þá er það total 7 tennur, þarna er núna alveg plenty pláss í allar áttir fyrir tölvuna að fylgjast með vanosinu. bilið á milli tanna á fyrri myndinni er 90gráður, Sem gerði það að verkum að vanos tölvan þurfti ekkert að gera nema að bera samann fasta gírinn (púst meginn) og breytanlega gírinn(inntaks meginn) merkið inntaks meginn getur því aldrei færst meira enn 45gráðurnar og því getur vanos tölvan aldrei ruglast. (720/8= 90 per tönn) . Þannig að þótt maður myndi setja gíranna vitlaust samann þá getur tölvan fattað það. Ef maður myndi fitta þessu þannig að merkið inntaks meginn getur farið framúr púst meginn merkinu þá á ég von á því að tölvan sjái hvað gerist og getur unnið úr því.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson