arnibjorn wrote:
Einarsss wrote:
arnibjorn wrote:
Hefur einhver af ykkur reynslu af því að fara til kiropraktors??
Ég hef heyrt svo mismunandi skoðanir á þessu. Ég er að spá hvort ég ætti að bóka mér tíma og fá skoðun og rötgen. Athuga hvort þeir finni eitthvað að bakinu á mér, er orðinn þreyttur á að vera illt í bakinu á hverjum einasta degi  

Gerði fína hluti fyrir mig, svolítið dýrt samt.. um 3k skiptið
Kom eitthvað í ljós hjá þér útúr myndatökunni? 
3k skiptið segiru, var það fyrir 5mín eða klukkutíma eða hvað? 
Ég hef heyrt góða hluti en svo hef ég líka heyrt að þetta sé bara mega peningaplott, þeir hafi bara kúnna á færiböndum og afgreiði menn á 5mín og rukki svo 3k fyrir  

Þú ert í svona 5 mín í þessu.
Kom í ljós að vinstri fótur er 18mm styttri en hinn og að hryggsúlan á mér sveigist vel út til hægri 

 Þess vegna er bakið á mér fuct og byrjun á brjósklosi farið að láta á sér kræla.. ef ekki bara komið almennilega.
Hefði eflaust haldið áfram að djöflast í lyftingum og gert meiri skaða hefði ég ekki farið og fengið þessar upplýsingar. 
Mæli með að fara og láta mynda þig og prófir nokkrar vikur í þessu.