fart wrote:
gstuning wrote:
Eitt sem ég gleymdi að minnast á er að þegar er búið að setja plenumið á og tengja í intercooler rörin þá er þvílíkt búið að tapa throttle responsi. Ég er að mæla þrýsting fyrir framann MAFið og þegar ég snappa gjöfina þá mælist vacuum.
Semsagt allt loftið í plenuminu og að mafinu er sogað inn svo hratt að það myndast neikvæður þrýstingur. gæti verið að littlu intercooler rörin séu bara þvingun við non boost aðstæður.
Vildi óska að pípulögnin væri betri. Stendur til bóta samt. En um leið og plenium er komið á eru líka longu runnerarnir og svo air-temp. Hefur það áhrif?
Á þá á lager

Runnerar hafa smá áhrif og plennum líka, enn ég er viss um að littla pípulögnin sé aðal vandamálið. Þetta er auðvitað minni pípulögn heldur enn t.d 325i M20 NA er með. Verðum bara að runna meira boost til að koma loftinu á sinn stað.
Annars er komin lausn á trigger vandamálið,
Tölvan fylgist með stóra bilinu á crankinu og byrjar að fylgjast með knastása merki eftir bilið. Ef hún sér bil áður enn næsta stóra bil kemur þá veit hún hvar hún er stödd í 0-720gráðu bilinu , þ.e fyrir neðan 360gráður, ef hún sér ekkert merki þá kemur stóra bilið og knastása merkið verður þá á næstu 360gráðum.
Það sem ég mun gera er að skilja eftir trigger merki frá 0-40gráður t.d og fjarlægja trigger merkið sem er "hinu meginn" á vanos trigger hjólinu. Og svo segji ég tölvunni að hún megi bara sjá knastása trigger á bilinu 0-40gráður eftir stóra bilið(það kemur auðvitað tvisvar per gang). Það sem gerist þá er að þegar tönnin sem ég tók fer framhjá þá sér tölvan auðvitað ekki neitt, svo ignorar hún öll merki frá 40-360gráður.
Þegar næsta stóra bil kemur þá athuga hún aftur og mun þá sjá tönnina sem ég skildi eftir, hún veit þá hvar hún er, svo ignorar hún hin merkin á sama slagi.
Þannig að eina sem verður eftir fyrir tölvuna að sjá er eitt merki á milli 0-720°. Þótt að triggerinn sé með fleiri merki þá ignorar tölvan það bara. Þetta er bara hægt ef það er misræmi á milli 0-360 og 361-720 mynstrins.
Þetta er leiðin sem er notuð til að runna B32 vanos vél. því það eru 6 bil á þeim trigger enn það er auka tönn rétt eftir stóra bilið á bara einum helmingnum af ganginum.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
