olinn wrote:
Hannsi wrote:
Ekki að ástæðulausu að það er dælt mikið meiri pening í Cf heldur en strongman, mikið fleirri sem geta stundað þetta og náð langt.
Enda þarftu að dæla veeeel í þig til að vera með þeim bestu í strongman, en skoðaðu video af Rob Orlando, strongman crossfittara !
Grunar að það sé mun meira af steranotknun í CrossFit en almennt er talið, því miður. Líklega fáar íþróttagreinar þar sem að steranotkun getur aukið afköst jafn mikið og í CrossFit sökum þess hvað æfingarnar eru fjölbreyttar, þarft bæði styrk og úthald, jú og auðvitað í Strongman, en þar eru náttúrulega líka öðruvísi týpur, almennt stærri strákar.
Takið samt eftir einu með strongman (er ekki að skjóta á þig eða gera lítið úr þér Hannsi, þvert á móti), en fyrir 20 árum síðan voru strongman gaurarnir kanski 185-190cm og hvað 130kg.. almennt? Sbr. Jón Páll 190 og 130kg, Magnús Ver 191 og 130-140kg, Bill Kazzzmæjerinn var óvenju þungur, 145-155kg mest og 190cm, fyrir utan O.D. Wilson sem var skrímsli á sínum tíma með 195cm og 180kg.
Í dag.. er þetta dálítið annað.
Zydrunas Savickas (35 ára)
170kg og 191cm
Brian Shaw (29 ára)
203cm og 210kg!!Ervin Katona (34 ára)
185 og 155kg
Terry Hollands (32 ára)
199cm og 185kg
Stefán Sölvi(25 ára)
195cm og 155kg
Thor Björnsson (23 ára)
er hann ekki 200cm og 180kg eða álíka, minnir það