Góðan Daginn ég er nýr hér,hef skoðað þetta spjall í nokkra daga og langar að sýna ykkur fyrsta bílin minn

Eftir langa leit að bíl,margar hondur prófaðar,celicur,corollur ákvað ég að láta draum rætast og fá mér Benz
Fyrir valinu varð C30 AMG sem er eini bíllinn á landinu litli bróðir c32 AMG en togar samt mikið betur
Knúinn áfram af 3.0L Diesel mótor sem framleiðir 231 HP og 540 NM Tog.Í Dag er hann ekinn 115 Þ km og stendur á 19'' 2-piece brabus felgum
Planið hjá mér er einfalt og laggott.
Læt sprauta húdd vegna grjótbarnings
Set hann í alþrif að innan og utan með dodo juice
Sprauta Brabus felgurnar gráar og fá mér ný vetrar/Sumardekk
17'' felgur fyrir veturinn
Xenon í Kastara
Geri mér alveg grein fyrir því að þetta er BMW spjall og ætlað BMW en ég vona samt að ég meigi vera með þótt ég eigi Benz
og njóta þess að keyra 6.7 sek uppi hundrað skemmtilegur og öflugur hér ætla ég að láta nokkrar myndir
fylgja af honum haugskítugum.


