Smá uppdate síðan síðast

þið farið að verða leið á þessum endalausa þræði.
Reif mótorinn úr miðstöðinni í gær og smurði í fóðringarnar en það er komið fleirri mm slag í þær svo þetta er ónýtt. Skrifaði niður Bosch númerið á mótornum og fór að leita á ebay og víðar. Mikið framboð af styttri mótornum þessum fyrir bíla með AC en sama og ekkert af þessum mótor. Svo ég fór að ráðum sem mér var gefið hér á kraftinum og hringdi í N1 og spurði eftir fóðringum í þennan mótor þó svo ég vissi að það er ekki hægt að skipta um þær, það reyndist rétt því það eru ekki framleiddir varahlutir í þessa mótora samkvæmt N1 en þegar ég ætlaði að kveðja vonsvikinn þá sagði sölumaðurinn " en ég á einn svona mótor ef þú vilt "

´
Keypti mótorinn og setti í áðan, annað skipti sem ég set nýjann mótor í E30 bíl og þessu fylgir ákveðin vellíðan

ekkert tikk tikk.
Læt fylgja myndir.
Mótorinn hefur Bosch númerið 0 130 063 031

Færa þurfti viftuspaðana yfir

Mótor kominn í

Notaði tækifærið og þreif allt og gerði fínt

_________________

E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter