Fór í það um daginn að skipta um olíu á vél og skiptingu, hafði fyrst samband við BMW umboðsaðilann á Akureyri
til að fá upplýsingar um hvernig olía ætti að fara á skiptinguna. Hann sagði að það væri eilífðarolía á þessari
skiptingu og það ætti ekkert að skipta um þetta og þeir væru ekki með neitt um þessar skiptingar.
Mér finnst svoltið magnað að verkstæði sem sér um viðgerðir á BMW segir þetta. Allt sem ég hef lesið um
svona olíur segja 7 ára líftími eða 120.000 km ......
en allavega, það var einhver kall hjá Shell sem fann réttu olíuna á skiptinguna fyrir mig þannig að ég dreif mig í
það að skipta.
Ég var ekki búinn að vera lengi undir bílnum þegar ég sá að það hefði greinilegga verið skipt um olíu á skiptingunni áður,
Allir boltarnir sem festa pönnuna undir skiptinguna voru hertir eins mikið og hann hefur náð að herða!! og hausinn
á sumum skemmdur, og hinir skemmdust þegar ég var að losa þetta, ooooog það var engin pakkning, heldur var hún
límd undir með silikoni. Ég ætla allavega að vona að hann hefur þá notað spes silikon sem má nota á sjálfskiptingar.
svo losaði ég síuna úr skiptingunni og sá að þar var ekki O-hringur á milli síunnar og skiptingarinnar.....
En kosturinn við þetta allt saman er að bíllinn er ALLT annar eftir þetta, og þetta bögg sem var í skiptingunni er
farið úr henni
Ég held að það séu tvær ástæður fyrir því, að það hafi vantað þennan O-hring og að það var búið að blanda saman tvem tegundum af olíum á skiptinguna.
En allavega, bíllinn er alveg æðislegur núna
