gardara wrote:
Berteh wrote:
Fékstu ekki að sjá töluna á skjánum hjá þeim ?
Nei þeir sögðu mér bara hraðann sem ég var á, fór ekki að spá í þessu fyrren eftirá...
Hefði kannski átt að biðja þá um að skjóta á mig aftur til þess að sjá hvort græjan mín virki
kalli* wrote:
Heyrði að þeir eiga til að hafa ekkert endilega mælirinn alltaf í gang.....Setja í gang, læsa hraða, slökkva. Sá sem að sagði mér þetta var lögreglumaður í mörg mörg ár.
Radarvarinn mundi samt skynja það ef skotið yrði á hann, maður hefur einmitt lent í þessu... Keyrt að lögreglubíl og ekki séð neinn signal fyrr en allt í einu fullan signal þegar maður er kominn alveg upp að bílnum.
Þekki nú einn fyrrverandi lögregluþjón af gamla skólanum sem tók einn hressilega á þessu. Þeir höfðu stoppað kauða margoft áður fyrir of hraðan akstur og alltaf sektað hann, nema í eitt skiptið var hann kominn með fínan radarvara sem fór ekki í gang. Ökumaðurinn biður hann um að skjóta á sig til að sjá hvort græjan virkaði örugglega ekki og gerði hann það ... næstum.
Skaut ekkert á gaurinn, þóttist bara gera það. Félaginn varð alveg öskuvondur og radarvarinn fékk að falla í jörðina og var skilinn eftir.
